Leita í fréttum mbl.is

Málaliði frá Kvikubanka. Merkisburður jafnaðarmennsku. Og samvinnuhugsjón Framsóknar

xxxÓnei, Samfylkingin er ekki merkisberi jafnaðarstefnu af nokkru tagi, ekki nema Kristrún Frostadóttir eigi við þessa auðvaldsstefnu sem krataeðlisfólk hefur lengi uppnefnt jafnaðarstefnu. Samfylkingin er, eins og hinn dapri forveri hennar, Alþýðuflokkurinn, grjótharður markaðshyggjuflokkur, sem byggir grundvöll sinn á kapítalisma, auðvaldsþjóðskipulagi, arðráni og nýfrjálshyggju, með dálitlu af smáplástrajafningi, sem að áliti krataeðlispaura jafngildir ,,merkisburði jafnaðarstefnunnar". Ja, þeir geta verið gamansamir í blekkingavaðlinum þarna hjá krataeðlisflokknum, þókt sumum finnist gamanið grátt og heldur óviðeigandi.

Síðan framámenn, eða öllu heldur framákonur, í Samfylkingunni réðu sér kvenkyns málaliða frá Kvikubanka fínmannafélagsins hefir fylgi Samfylkingarinnar heldur en ekki rokið upp á við. Kvikuprinsessan er vel séð og tekur lítinn þátt þjóðmálaumræðu og þrasi á Alþingi sinnir hún lítið. Að sögn frú Sæland, sem er einn errilegur alþingiskvenmaður, þá lætur Kristrún málaliði sig hverfa þegar erfið mál eru til umfjöllunar til þess annað hvort fela vanþekkingu sína eða forðast á fá á sig stimpil hávaðaseggs og/eða rifrildisguddu. Þetta er nú merkisberi jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þá er ferilskrá merkisbera jafnaðarstefnunnar, Kristrúnar Frostadóttur, ekkert slor: Heimdallur, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn, Samfylkingin, ásamt með góðri blöndu af lærdómi í háskólahagfræði yfirstéttarinnar og braskaranna og praktískri hagfræði fyrir sömu stéttir í Kvikubanka. - Það er ekki nema von að við borð liggi að hinir hugumprúðu ,,jafnaðarmenn" í Samfylkingunni haldi vart vatni yfir svo magnari ferilskrá nýútsprungins jafnaðarforingja þeirra. 

x-vgEnn þann dag í dag eru liðsmenn Framsóknar svo ófyrirleitnir og heimskir, að þeir hika ekki við að halda því fram að Framsóknarflokkurinn sé samvinnuflokkur og að þeir sjálfir séu samvinnumenn. Samvinnuhugsjón þessa forherta hyskis gengur þó einungis út á að vera í auðvalds- og arðránssamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, Þorstein Má og Óla útvegsbónda á Miðhrauni I. Þar með er samvinnumennska húskarla og griðkvenna gömlu Framsóknarmaddömunnar upp taldir. Sama má segja um viðrinin í Samfylkingunni sem halda því fram að þau séu ,,merkisberar jafnaðarstefnunnar": Þeirra jafnaðarstefna er að vera sem jafnastir Sjálfstæðisflokksaðlinum í auðvaldstilburðum og nýfrjálshyggju, ásamt óforskömmuðum sleikjuskap við skammstöfuð óþverrabatterý eins og NATO, ESB og USA. Fari sem nú horfir í skoðanakönnunum fáum við Íslendingar samstjórn auðvaldsflokkanna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eftir næstu kosningar; og allt fellur í sama rassfarið og áður.  


mbl.is Kristrún varar flokksmenn við kæruleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband