Leita í fréttum mbl.is

Lyf gegn stjórnmálalygum

lyf3Því miður hefur læknavísindunum enn ekki tekist að finna upp nothæft lyf gegn stjórnmálalygum, en stjórnmálalygar er sem kunnugt er mjög alvarlegur sjúkdómur, sem lagt hefur heilu þjóðfélögin í rúst, svo sem sannast hefur berlega hér á landi. Dæmi um alvarleg einkenni þessa sjúkdóms er alræmd ferð íslenskra ráðamanna fyrir 2-3 árum til annarra landa til að ljúga því að útlendingum að íslenskar fjármálastofnanir og íslenskt efnahagslíf stæðu sérlega traustum fótum, allt tal um annað væri lýgi, öfundsýki og illgirni. Varla voru hinir fársjúku íslensku ráðamenn stignir á land heima hjá sér þegar spilaborgin þeirra hrundi ofaná hausinn á landsmönnum.

Ef snjöllum lyfjabruggurum og eiturbrösurum tækist að útbúa stöff sem gæti haldið stjórnmálalygasjúkdómnum í skefjum, væri meir en sjálfsagt að greiða slíkt lyf niður af landssjóði.

Hitt er svo aftur annað mál hvort lygamerðirnir í pólitíkinni kæmu til með að taka pillurnar sínar inn samviskusamlega samkvæmt lyfseðli útgefnum af sérfræðimenntuðum lækni. Ég er hræddur um að illa tækist til í þeim efnum, eða eins og hjá fyllibyttunni góðkunnu, Arinbirni B. Eggertssyni, sem fleygði antabustöflunum sínum í klósettið og setti magnyl í lyfjaboxið í staðinn. Á hverjum morgni gaf eiginkona Arinbjarnar honum töflu, sem hún vissi ekki betur en að væri antabus. En árangurinn lét á sér standa því ævinlega kom Arinbjörn moldfullur heim í hádegismat. Á sama hátt munu hin pólitísku ósannindagerpi fara að ráði sínu með pillurnar gegn stjórnmálalygum: hella þeim í salernisskálina og halda áfram lygavaðlinum eins og ekkert hafi í skorist.   


mbl.is Áfram tryggð lyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvernig líst þér á Besta flokkinn Jóhannes?  Gætir þú hugsað þér að kjósa hann ef þú byggir í Reykjavík?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.5.2010 kl. 21:59

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég myndi hiklaust kjósa Besta flokkinn ef ég væri á kjörskrá í Reykjavík, enda ekkert betra í boði þar.

Ég vil að það verði gerð alþýðuuppreisn gegn stjórnmálastéttinni í landinu, peningageðsjúklingunum og gjörvöllu auðvaldinu á okkar volaða skeri og þessum óþjóðalýð verði vippað frá völdum þa einu bretti, til frambúðar.

Jóhannes Ragnarsson, 19.5.2010 kl. 22:13

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jóhannes, ég er þér svo sammála að það er næstum klökkt.

Þessir Guðs voluðu aumingjar sem Jón Gnarr borgarsonurinn  vill´láta fækka í einn. sbr. fækka öllum jólasveinum í einn,

Þessar smáklíkur hægri og vinstri snú, eru í hagsmunagæslu fyrir smákónga og nú bíð ég eftir að blaðaviðtalið sem Wall Street Journal tók við Borgarsoninn verði birt á Íslandi.  Hann segir að á Íslandi sé hægt að líkja sjórnarfarinu líkt og á Sikiley......  Það er satt það er ekkert betra í boði,  klúðri þeir stórt, verð ég fyrir vonbrigðum en þó ekki meire en verið hefur, því við erum að upplifa það að stjórnmálamenn upp til hópa eru sjálftökulið sem ætti að taka af......  eða láta þá ´dúsa í Húsdýragarðinum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.5.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband