Leita í fréttum mbl.is

Frjálshyggjubarn úr Heimdalli á frambraut

heim4Ja, þeir geta leyft sér það þessir. Og vopnað rán já, - og það í matvöruverslun! Lengra komast menn varla í frjálshyggjunni.

Ef mér skjöplast ekki því meir, þá hefur það verið framagjarn piltur úr Heimdalli sem þarna hefur verið að verki; einn af þessum sem langar til að láta amríska drauminn rætast á eigin skinni og ætlað að byrja ferilinn smátt, með vopnuðu ráni í Krónunni, og vinna sig svo upp í hæstu hæðir fjár og frama og verða að lokum eins og stóru útrásarvíkingarnir.

Ef ég segi eins og er, þá hefi ég aldrei lært að treysta þessum déskotans Heimdellingum og SÚSurum; fundist þeir vera bölvað rakkarapakk og skítakleprar og til alls vísir í námunda við afgreiðslukassa og hraðbanka og annað svoleiðislagað. Einusinni tókum við okkur nokkrir til og handsömuðum þrjá Heimdellinga og flengdum þá svo verklega að þeir öskruðu og veinuðu svo að nísti okkur gegnum merg og bein, og þeir þögnuðu ekki, helvítin atarna, fyrr en við fórum úr sokkunum og tróðum upp í kjaftinn á þeim. Það næsta sem við fréttum að þessum villidýrum var að þeir voru allir sem einn kosnir í stjórn SÚS mánuði síðar. Þá uppgötvuðum við, okkur til sárrar hrellingar, að svona drengjum væri ekki við bjargandi fyrst harðvítug og heiðarleg kaghýðing dygði ekki til að leiða þá frá villu síns vegar. 


mbl.is Handtekinn í verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rætin bloggfærsla við frétt um hugsanlegt rán í verslun.

Svona skrif dæma höfundinn en ekki aðra.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 22:09

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ha? Rætin bloggfærsla? Hvernig þá? Og hvernig dæmir hún höfundinn? Ég á barasta ekki fóður undir fat við svona uppákomu.

Jóhannes Ragnarsson, 13.11.2010 kl. 22:21

3 Smámynd: Sigmundur H Friðþjófsson

Þetta er mikil hetju saga Jóhannes.

Gott að þú ert stoltur af því að beita fólk ofbeldi vegna skoðana þess      á stjórnmálum

Sigmundur H Friðþjófsson, 13.11.2010 kl. 23:05

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það var ekki hjá því komist, Sigmundur minn, að veita þessum piltum ráðningu.

Jóhannes Ragnarsson, 13.11.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband