Leita í fréttum mbl.is

Þáttur vatns í kristnum dómi

jesúsÍ hinum kristna dómi kemur vatn mikið við sögu. Þetta röru lærisveinarnir til fiskjar útá Genesaretvatn, sem er mikill sjór og gjöfull. Það var líka einmitt á Genesaretvatni sem Frelsarinn hastaði á útsynninginn og brælan koðnaði niður og hann datt á með dúnalogn svo að lærisveinarnir gátu haldið áfram að draga netin sín. Og á sama vatni spásséraði Kristur eins og hann hefði fast land undir fótum, en Pétur kapteinn sökk á augabragði uppfyrir haus þegar hann ætlaði að leika vatnsgöngu meistara síns eftir.

Það er því sannarlega mikill búhnykkur fyrir þá í Neskirkju að fá vatnsleka í musteri sitt á sjálft aðfangadagskvöld; eru þeir sannarlega öfundsverðir af slíku Drottins tákni. Og vonandi hafa kennimenn Neskirkju getað gengið á vatninu sem heiðraði gólf þeirra í kvöld og ennfremur að þeim hafi tekist að hasta svo kröfuglega á lekann að hann hafi stöðvast svo syndugur söfnuðurinn færi sér ekki að voða í allri þessari rokna bleytu þegar hann mætti til aftansöngs.


mbl.is Vatnsleki í Neskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Halelúla .....

Ætli síra Baldvinn hafi verið á staðnum ?

Níels A. Ársælsson., 24.12.2010 kl. 22:35

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hann ku hafa þjónað til altaris við hátíðarmessuna eftir að hafa kveðið lekann niður af harðsnúinni andagift.

Jóhannes Ragnarsson, 24.12.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband