Leita í fréttum mbl.is

Af handbragðinu má þekkja þá

kapital8Tja, það kvað vera snúið að böndum á ræningja, eins og sannaðist svo eftirminnilega með bankaræningjana eftir bankahrunið 2008. Þó man ég ekki til, að lögrenglan hafi þotið út og austur eins og andskotinn væri á hælum hennar á eftir bankaræningjunum á sama hátt og hún hefur eltst við úraræningjana í morgun; það má því teljast ólíklegt að úraþjófarnir séu úr hópi bankaræningjanna. Þess utan hefur ríkisstjórnin barist eins og ljón, í óþökk alþýðunnar, við að endurreisa umrædda bankaræningja til fyrri vegs og virðingar.

 Annars má sjá á handbragði ránsins hjá Michelsen í morgun, að þar hafi góðir frjálshyggjumenn verið að verki, upprennandi athafnaskáld og fjármagnseigendur. Og ef sagan endurtekur sig, sem hún og auðvitað gerir, verða þessir heiðurspiltar orðnir bankaeigendur, með þyrlur og þotur í sinni þjónustu, eftir nokkur ár. Á þessu má sjá, að allt er á uppleið hjá okkur, eins og Steingrímur segir.

Því er svo við að bæta, að mér þykir harðla ósennilegt að Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri sé viðriðin úraránið þótt eiginkona hans haldi hinu gagnstæða fram. Hið rétta er, að Kolbeinn kom við á barnum áður en hann mætti til vinnu sinnar og dvaldi þar við afréttarann til klukkan 12:00.


mbl.is Ræningja og þýfis enn leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta eru fársjúkir ræningjafíklar, allir þessir banka/lífeyrissjóðs-ræningjar. Og meðhöndlun á slíkum sjúkdómi skortir, vegna þess að sömu menn stjórna því hvað er kallað sjúkdómur og hvað ekki.

Lyfjamafíu-fíklarnir í bönkunum og lífeyrissjóðunum eru enn við sama sjúka heygarðshornið.

Þeir eru sjúkastir sem ekki finna sjálfir að eitthvað er að, og fara áfram eftir sínum skraddarasniðnu lögum eftir túlkunar-hentisemi, sem þeir halda að þeir geti notað áfram um ókomin ár! Svo veruleikafirrtir og sjúkir eru þeir.

Gamla Framsókn er að reyna að ganga aftur, en þeir draugar eru ekki velkomnir á hótel jörð.

Svo á að kenna nýju fólki um svik þeirra gömlu, og troða sér í valdastólana aftur, sem er ofnotuð og úrelt aðferð. 

Það þarf að kveða niður svona hrundrauga með einhverjum ráðum.

Orð eru til alls fyrst, og hugurinn er öflugur ef vilji er fyrir hendi.

Hrunverjum fer kannski bráðum að dreyma svo illa, að martraðirnar draga úr lífsgæðunum rændu, þegar týnda samviskan verður komin í leitirnar hjá þeim, og byrjað að virkja hana! Það er varla þægilegt að dreyma krossfestingar á rændu, sviknu og saklausu fólki í hvert sinn sem þetta lið sofnar (það hefur verið aðalstarf þessara ræningja-stofnana að krossfesta saklausan og varnarlausan almenning).

Svo fara þessir "hvítflibba-kórdrengir" í kirkju á jólunum og þykjast vorkenna Jesúsi Jósefssyni! Guð hjálpi þessu liði, ef hann mögulega hefur einhversstaðar völd. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.10.2011 kl. 14:53

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Takk fyrir góðan pistil, Anna Sigríður.

Jóhannes Ragnarsson, 17.10.2011 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband