Leita í fréttum mbl.is

Frú Ingveldur lokar skjóðunni yfir jólin

ingv3.jpgÁ stjórnarfundi í sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt í gærkvöldi upplýsti frú Ingveldur aðrar stjórnarkonur um, hún hefði afráðið fyrir viku síðan að loka á sé ,,bölvaðri skjóðunni", eins og hún orðaði það, yfir jólin og að minnsta kosti allt fram til áramóta. ,, Mér er fjandans sama hvað öðrum finns um á ákvörðun, en ég á mína pjásu sjálf og ræð því ein hvort hún er brúkuð eða ekki brúkuð", sagði frú Ingveldur og dustaði kökumylsnu framan af sér með kvenlegum tilfæringum.

Flokkssystrum frú Ingveldar brá að vonum við þessa afdráttarlausu yfirlýsingu og báðu Guð að hjápa sér. Öllum þótti þeim þetta viðhorf frú Ingveldar eiginlega of fémínískt fyrir sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt og spurðu hvort hún væri virkilega orðin nærbuxnafémínísti eins karlkerlingarnar á Smugunni. En frú Ingveldur lét ekki slá sig útaf laginu og svaraði því til, að hún væri engin helvítis gylta með bleika slaufu á skottinu.

Hinsvegar varð Kolbeinn, eiginmaður frú Ingveldar, vondur þegar hún sagði honum frá ,,lokun skjóðunnar" og kvaðst hafa önnur ráð með að halda uppi dampi á miðvígstöðvunum. Hann ætlaði í skötu- og svartadauðaveislu heima hjá Máríu borgargagni og indriða handreði á Þollák, og ef hann þekkti slíkar samkomur rétt, myndi hitna verulega í kolunum á því heimili strax uppúr hádegi með skyldugum giljagauragangi, hispurslausri nekt og djörfum tiltektum. En frú Ingveldur sagði manni sínum, að ef hann svo mikið sem stigi fæti innfyrir dyr á sóða- og lastabæli andskotans Borgargagnsins og Handreðsins, myndi hún drepa hann á staðnum, snúa hann úr hálsliðnum eins og gæsastegg og láta henda hræinu af honum inn til Kobba mannætu.

Nú er að sjá hvað Kolbeinn Kolbeinsson gerir á Þollák og ennfremur hvort frú Ingveldur stendur við sín stóru orð um að loka skjóðunni yfir jólin allt fram til áramóta. 


mbl.is Syngur í jólamynd BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband