Leita í fréttum mbl.is

Helvítis lygi á jóladag

cat_852217.jpgÞað verður að teljast framúrskarandi óforskammað af hálfu forsvarsmanna Húsdýragarðsins, að spinna upp lygahistoríu um að Jólakötturinn haldi til í garðinum og sé fóðraður af starfsfólki hans.

Hið rétta er, að Jólakötturinn er um þessar mundir staddur á Vestfjörðum, en þar tókst honum að jaga öldung nokkurn, sem var á leið til miðnæturmessu. Vitni voru sammála um, að aðfarir Jólakattarins hefðu um flest minnt á þegar venjulegur heimilisköttur veiðir og étur skógarþröst, mús eða rottu. Það fylgdi og sögunni, að enginn héraðsbrestur hafi orðið þótt gamlingi þessi orðið Jólakettinum að bráð, því þetta hafi verið nískur leiðindadurgur, yfirgangssamur stórþjófur og arðræningi. Eru heimamenn því nokkuð sáttir við að hafa horft á karlinn hverfa ofaní meltingarfæri kattarins, því að þetta hafi verið sannkölluð landhreinsun, auk þess sem nú þurfa þeir ekki að hafa fyrir því að grafa karlinn í vígðum reit.  


mbl.is Húsdýrin fengu jólagesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sá gamli hefur væntanlega verið góður og gegn sjálfstæðismaður ?

Níels A. Ársælsson., 25.12.2011 kl. 23:48

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nú líkast til að hann hafir verið sjálfstæðismaður. Mér skilst að hann hafi verið kjördæmisráði Flokksins og uppstillingarnefnd árum saman.

Jóhannes Ragnarsson, 26.12.2011 kl. 12:49

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það hlaut að vera ....

Níels A. Ársælsson., 26.12.2011 kl. 16:56

4 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Kannski var þetta bara kommúnista skrípið frá N Kóreu.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 26.12.2011 kl. 19:41

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er víst lítill munur á ,,kommúnistaskrípinu frá N Kóreu" og framvarðarsveitarmönnum Sjálfstæðisflokksins á Íslandi.

Jóhannes Ragnarsson, 27.12.2011 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband