Leita í fréttum mbl.is

Hundakaupmennska Brynjars Vondulyktar gerði hann forríkan og vinsælan á réttum stöðum

dog2Eftir að Jósef Svejk frá Prag hafði horfið frá herþjónustu, þar eð nefnd herlækna hafði lýst því einróma yfir, að hann væri hálfviti, lifði hann á því að selja hunda, nauðljót skrímsli af misjöfnum uppruna, og falsaði ættartölur þeirra. En þrátt fyrir yfirlýsingu herlæknanna, varð Sveik mjög snjall og umsvifamikill hundakaupmaður, enda voru aðferðir hans mjög í anda viðskiftahátta sem mjög voru móðins fyrir hrunið góða á Íslandi 2008.

Um skeið fékkst Brynjar Vondalykt við hundakaupmennsku og hafði aðferðir Svejks að leiðarljósi. Ekki leið á löngu þar til að Vondalyktin stóð uppi með fullar hendur fjár og hundaumsvifin jukust dag frá degi. Svo kom að því að maður nokkur, sem keypt hafði vanskapaðan hundskryppling kynjaðan af að minnsta kosti 30 hundategundum fyrir 250 þúsund krónur útí hönd, kom albrjálaður til Brynjars og heimtaði endurgreiðslu, því ekki væri nóg með að hundurinn væri krypplingur, heldur væri hann búinn að ráðast á alla í fjölskyldunni og bíta þau til óbóta, fyrir utan að hafa stórskaða póstinn, blaðberann og nágrannana. Og í morgun hefði hunddjöfullinn tekið sig til og bitið höndina af kaupmanninum á horninu og hlaupið með hana eitthvað útí buskann. Brynjar Vondalykt svaraði manninum því til, að hann gæti ekkert að því gert þó fólk vanrækti að gæta hunda sinna. Þá fór maðurinn og kærði, og Brynjar Vondalykt var dæmdur í fangelsi, en yfirvöldin fundu ekki krónu í fórum hans og því fékk enginn hundakaupandi greiddar skaðabætur og máttu sitja uppi óbættir með sín trylltu hundaskrímsli sem þeir höfðu heypt af Brynjari Vondulykt fyrir 200 þúsund til 500 þúsund krónur per stykkið.

Á meðan Brynjar sat af sér dóminn ávöxtuðust tekjur hans af hundakaupsýlunni í bönkum og hlutabréfum. Í dag er hann stekríkur maður og nýtr lífins með vinum sínum í efri stéttum þjóðfélagsins.
mbl.is Segir engin ormasmit á Dalsmynni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband