Leita í fréttum mbl.is

Eðli þessara auðvaldsútibúa er eitt og hið sama í grunninn

au_vald_1061447.jpgÞað er afar traustvekjandi og fagnaðarvekjandi fyrir allan landslýð, að auðvaldstittir á borð við Svein Andra, Bénídíkt ESB Jóhannesson og Þorstein Pálsson ætli að stofna stjórnmálaflokk fyrir sjálfa sig. Þó maður hafi haldið að lyglega margir hægriflokkar væru að störfum nú þegar á Íslandi, virðist alltaf vera pláss fyrir einn slíkan enn. Hlægilegast er þó að sjá guðsvolaða einfeldninga rembast við að halda þeirri fíflsku fram, að óstofnaður flokkur Sveins Andra stjörnulögmanns verði gífurlegt byltingarafl, sem muni færa þjóðinni sannkallað himnaríkisástand til lands og sjávar.

Flokkar auðvaldsins hafa aldrei nema eitt markmið: að viðhalda núverandi stéttarskiftingu, standa vörð um hagsmuni þeirrar forréttindastéttar sem hefur tögl og hagldir í valdakerfinu í krafti peninga, og skiftir þá engu máli hvort viðkomandi auðvaldsflokkar eru gerðir út af Engeyjarættinni, Kaupfélagi Skagfirðinga, Árna Páli, Steingrími J., Gvendi Steingríms, Birgittu eða Sveini Andra. Eðli þessara auðvaldsútibúa er eitt og hið sama í grunninn.


mbl.is Sveinn Andri áfram í fótgönguliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú gleymdir Þorgerði Katrínu í upptalninguni. Það má ekki gleyma drottningunum jafnvel þó þær séu nú bara kúlulánadrottningar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2014 kl. 13:33

2 identicon

Það er ekki við þessa vitleysu bætandi, eina vitið væri að fækka þingmönnum niður í ca 15, þá fengist kannski nothæft fólk til að sinna þessu og ekkert pláss yrði fyrir lobbyista og sérhagsmuna klíkur.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 13:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já held að það væri bara eina rétta. Og að þetta yrði þá full time job, en ekki miðað við skólaárið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2014 kl. 13:37

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hallast að fækkun þingmann,en kannski ekki niður í 15,þeir geta ekki allir sinnt nefndarstörfum,eða e.t.v. er hægt að ná í þá út í bæ.

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2014 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband