Leita í fréttum mbl.is

Þú hefir gert mér glatt í geði. Þú hefir játað

svejk,, - Þú hefir gert mér glatt í geði. Þú hefir játað."
(Varðstjórinn í Pútím)

,,Ég skil, herra höfuðsmaður. Það er ekki verra til en maður, sem lýgur. Um leið og maður byrjar að ljúga, er maður glataður" ... ,,og næst þegar hann ætlaði að finna stúlkuna, kom skógarvörðurinn þeim á óvart og ætlaði að fremja hina fyrirheitnu hernaðaraðgerð, en kennarinn afsakaði sig með því, að hann hefði komið til að veiða skordýr og væri nú að lesa blóm, og hann óf sig fastan í sínum eigin lygavef og sór og sárt við lagði að lokum, að hann hefði farið út í skóginn, til að snara héra. Svo fór skógarvörðurinn með hann á lögreglustöðina og það munaði litlu að kennarinn væri settur inn." ...
(Jósef Svejk, 11. sveit 91. herdeildar)

Auðvitað segir Hanna Birna ekki af sér og hún á ekki að segja af sér, ekki einusinni láta slíkt hvarfla að sér.

Í gær varð mikið uppþot á heimili frú Ingveldar og Kolbeins skrifstofustjóra og framsóknarmanns. Tilefni uppþotsins, var játning Gísla Valdórssonar. Gestir streymdu að og sýndist sitt hverjum. Sumir vóru á því, að réttast væri að sökkva bæði Gísla og Hönnu Birnu í mykjuhauginn við Framsóknarfjósið. Aðrir töldu nóg að Gísli væri krossfestur ef það mætti verða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn öðluðust eilíft líf. Brynjar Vondalykt og Óli Apaköttur sögðu að Hanna Birna mætti ekki sleppa, hún væri nefnilega dauðasek og það fyrir fleira en lekann um ,,blámanninn" eins og þeir orðuðu það. - En Gýrzli ræfillinn, sagði Vondalyktin (hann kallar Gísla ævinlega Gýrzla, er slíkur bévaður músarungi, að það tekur ekki einusinni að stíga ofaná hann og drepa í honum eins og sígarettustúfi. Niðurstaða fundarhaldanna varð samt á þá leið, að praktískast væri að trúa Hönnu Birnu fyrst um sinn, en leyfa Gísla að krossfestast í friði.


mbl.is Hanna Birna segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband