Leita í fréttum mbl.is

Afturábak og áfram var einum leikið hróknum

skak1.jpgþað má svo sem statt vel vera, að Katrín Jakobsdóttir sé orðin vön pólitískri refskák Steingríms joð og Flokkseigendafélagsins, en í því tafli hefir hún samt ekki náð lengra en að leika hlutverk gluggaskrautsins. En hvenæra hún varð stjórnmálaskörungur, eins og komist er að orði í fréttapistlinum atarna, er mér gjörsamlega hulið og get varla ímyndað mér annað en að sá sem pistilinn ritaði hafi notað orðið ,,stjórnmálaskörungur" um Katrínu í háðungarskyni.

Svo er það þessi ,,Nansý sem vann." Hún er ekki síður dularfull en gluggaskraut Floksseigendafélags VG, enda er hún aðeins nefnd í fyrirsögn fréttarinnar og síðan ekki söguna meir, sem betur fer væntanlega. Því síður er á það minnst hvern fjandann þessi Nansý vann, hvort hún vann í fiski suðrí Grindavík eða vann einhvern sigur í bekkpressunni í ræktinni. En auðvitað má slíkur hégómi einu gilda. Allt bendir því til að Nansý þessi sé einhver Skotta af draugakyni, sem Hrafn Jökulsson er vanur að tapa fyrir.

Ekki verður um deilt, að skáklist er göfugt fag, sem flestum er hollt að stunda. Og þó að kunnátta í æðri skákvísindum sé ekki til staðar geta iðkendur, sem einungis kunna mannganginn og illa það, haft gríðarlega ánægju af taflmennsku eins og eftirfarandi ljóðbrot þjóðskáldsins ber með sér:

Sátu tvö að tafli þar,
taflsóvön í sóknum:
Afturábak og áfram var
einum leikið hróknum.


mbl.is Nansý vann, Katrín átti ekki séns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þessi Nansý ku víst vera beinn afkomandi Jóns Þeófílussonar og ættuð úr Trékyllisvík.

En hvert var þjóðskáldið sem orkti þetta mergjaða ljóðabrot ?

Níels A. Ársælsson., 7.3.2015 kl. 09:46

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Veit ekki nákvæmlega hvaða þjóðskáld orkti - en það hefir áreiðanlega verið þjóðskáld sem setti þetta saman.

Jóhannes Ragnarsson, 7.3.2015 kl. 09:50

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Spurning hvort vísan sé komin frá hinu eina sanna vandræðaskáldi ?

Níels A. Ársælsson., 7.3.2015 kl. 10:00

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Má vera að umrætt vandræðaskáld standi að baki kveðskapnum. Það er margt ólíklegra.

Jóhannes Ragnarsson, 7.3.2015 kl. 10:48

5 Smámynd: Aztec

Or(k)tir þú þetta, Jóhannes?

Aztec, 7.3.2015 kl. 15:16

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nei, það gerði ég ekki, Aztec. Ég lærði þennan kveðskap rúmlega 40 árum og veit ekki hver höfundurinn er. Það er ef til vill við hæfi að kalla þessa framleiðslu ,,þjóðvísu."

Jóhannes Ragnarsson, 7.3.2015 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband