Leita í fréttum mbl.is

Dómgreind Kolbeins og útgangan með búrtíkina í einum pistli

dog2_1266377.jpgFrá sjónarhorni Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra var konan með hundinn á röngum vegarhelmingi. Og þar eð Kolbeinn Kolbeinsson prínsíppfastur maður, þá datt honum ekki í hug að sjá gegnum fingur sér gagnvart afglöpum konunnar og stuggaði við henni og hundinum. Að vísu var Kolbeinn allölvaður þá er þetta gerðist, ósofinn og áttavilltur, og dómgreind hans þannig farið, að hann vissi ógjörla hvor var hans vinstri hönd og hvor hægri. Enn síður var hann dómbær á hvor vegarhelmingurinn var öfugur og hvor réttur. Þá hefir gleymst að geta þess, að um leið og Kolbeinn lagði konuna öfuga í lágrétt ástand, réðst hundur konunnar á Kolbein, læsti tönnunum í kálfa hans og gerði sig líklegann til að drepa þennan góðgjarna og virðulega skrifstofustjórna þarna á göngustígnum.

Þessar hrakfarir Kolbeins, konunnar, já og hundsins, minna ofurlítið á annan atburð sem henti Steingrím okkar hérna joð Sikkúson þegar hann fór eitt sin út að ganga með búrtík sína. Nú vita flestir, sem vita vilja, að búrtíkin Steingríms er hvefsin mjög og geltin og hikar ekki við að hlaupa í hælana á hverjum þeim er húsbóndi hennar býður. Til að byrja með gekk heilsubótarganga þeirra Steingríms að óskum. En á einhverjum tímapunkti ærðist búrtíkin og hljóp með húsbónda sinn í eftirdragi yfir drullupolla, grjóturðir, gegnum trjágróður og yfir fúasýki. Það er af húsbóndanum að segja, að hann missti strax fótanna, er búrtíkin tók sprettinn, og dróst á kviðnum á eftir henni, flæktur í hálsól tíkarinnar, uns hann sat klossfastur milli tveggja trjástofna. Og eins og flestir vita, þá hafa þeir félagarnir, Steingrímur og búrtíkin, verið hálfdauð síðan.


mbl.is Ráðist á konu á öfugum helmingi gangstígs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband