Leita í fréttum mbl.is

Vegna tiltekta sinna á hann ekki neinn áfangastað

kolb16.jpgNú hefir mannauminginn Brynjar Vondalykt komið sér í þá stöðu, að hann getur ekki, sökum einkennilegra og andstyggilegra tiltekta sinna, valið sér áfangastað. Aðfaranótt laugardags var hann burtrækur ger af heimili frú Ingveldar og Kolbeins, og fyrr í vikunni tókst Máríu Borgargagni og Indriða hennar Handreði að koma honum úr húsi hjá sér með harmkvælum og illum átökum.

Ef til vill undrar einhvern, að hægt sé að haga sér svo hörmulega, að hann sé ekki lengur tækur á heimili fyrrnefndra sæmdarhjóna. Því er til að svara, að framferði Brynjars Vondulyktar var með þessháttar endemum, að sklít væri ekki sinusinni liðið að heimili góðkunningja okkar allra, Djöfulsins í Helvíti. Því miður er ekki hægt að skýra frá framferði Vondulyktarinnar á prenti þar eð það var fullkomlega óprenthæft.

Þó má svosem segja frá því, að Brynjar Vondalykt er, meðal annarra áverka, titlingsbrotinn eftir hrakfarirnar og gegur hann því með leyndarlim sinn í gipsi þessa daganna. Það þykir frú Ingveldi vel sloppið hjá þessum óþrifnaðarrafti, sem hún svo kallar, því hann megi þakka forsjóninni fyrir, að hafa ekki verið tekinn af lífi í bæði skiptin sem honum var varpað á dyr. Ennfremur áréttar frú Ingveldur, að glæpir Vondulyktarinnar séu einfaldlega þess eðlis, að jafnvel húðfláning, sem framkvæmd er á rólegan og yfirvegaðan hátt, sé of væg refsing fyrir þennan illþefjandi ónáttúrublesa.


mbl.is Geta ekki valið áfangastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband