Leita í fréttum mbl.is

Flokksleysur sem víla ekki fyrir sér að bjóða uppá endalausa undanrennu

x8gtfzg.jpgEkki er seinna vænna, að sameina hugsjónalausu undanrennskjáturnar, sem fyrir einhver kyndugheit og misskilning hafa skipt sér í Samfylkingu og VG. Það er skemmst frá að segja, að umræddar flokksleysur, sem víla ekki fyrir sér að kalla sig vinstriflokka, eru einungis lélegir hægriflokkar með enn lélegri áhafnir. Og engu myndi muna þótt Össur og Álfheiður Ingadóttir myndu bæta galskap á borð við Pírata, Björtu framtíðina hans Gvöndar og Framsóknaróhræsinu við í púkkið.

x10.jpgÞað er ljóst, að Samfylkingin, og ekki síður VG, hafa skaðað og ruglað sósíalískar hugsjónir meira en villtustu forkólfar auðvaldsins öllum til samans hefir tekist með óhemju fyrirhöfn. Í því ljósi er fullkomlega eðlilegt og nauðsynlegt, að botnskrapið og undanrennuruslið, sem fylla allar vistarverur VG og Samfylkingarinnar, sameinist í einn tækifærissinnaðann hægriflokk. En hvort kjósendur láta glepjast til að kasta atkvæðum sínum á þessháttar pólitískt úrhrak, skal ósagt látið, en betra er að hafa loddarana á einum stað en mörgum.


mbl.is Samfylking og VG í eina sæng?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband