Leita í fréttum mbl.is

Skipulögðu glæpasamtökin og þeirra blautu draumar

hannez5.jpgJá, það er sannarlega dauðafæri fyrir skipulögðu glæpasamtökin á Íslandi að hrifsa bankana af fólkinu í landinu og færa þá sjálfum sér að gjöf. Þetta gerðu bófafélögin fyrir um það bil hálfum öðrum áratug með gríðarlega góðum árangri, grenjandi góðæri, byggingakrönum í þúsundatali á höfuðborgarsvææðinu, að ekki sé minnst á gullát bankaséffana. Þessu fádæma góðæri lauk svo með því að stómennin þutu í einkaþotum að næturþeli með útroðnar ferðatöskur af péníngaseðlum í farteskinu. Þetta voru æsilegir ævintýratímar og vissulega brenna skipulögðu glæpasamtökin í skinninu (eg þau hafa þá skinn) eftir því endurtaka leikin. 

Auðvaldssví 2Vissulega er það spennandi fyrir sjálfstæða, framsækna og bjarta viðreisnarsinna, að stela bönkunum aftur í skjóli nætur og sjúga allt innan úr þeim og flytja út í ferðatöskum og henda bönkunum að svo búnu aftur í fangið á ríkinu, þ.e.a.s. okkur óbreyttum kjósendum. Það þarf auðvitað lipra snilligáfu og mikið magn af bíræfni til að láta svona hringekju ganga hring eftir hring, án þess að þjóðinni lánist að sjá samhengið í leiknum. En kjósendur eru óskynsamir og frámunalega trúgjarnir í löngun sinni eftir brauðmolum af borði kapítalismans, það sannaðist svo átakanlega í síðustu og næstsíðustu alþingiskosningum. 



mbl.is „Í dauðafæri“ til að endurskoða kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband