Leita í fréttum mbl.is

Framúrskarandi leikflétta snilldarkonu

ing25Er ekki undursamlegt, að pínulítill lukkuriddari úr braskarabúllu Viðreisnar-Benza, sé nú þegar búinn að ná þeim fáheyrða árangri að komast með speki sína á féttavef Washington Times? Ekki er síður hjartnæmt, að þessum pínulitla lukkuriddara hafi fallið sú vegsemd að honum, að geta titlað sig ,,formann utanríkismálanefndar Alþingis." Af þessu má ljóst vera, að síðustu alþingiskosningar voru lukkuriddurum gjöfular, og þarf ekki annað en líta yfir þingheim til að fullvissa sig um það. Og í anda viðreisnar braskaranna, kveður umræddur lukkuriddari upp úr með, að EES dugi bara ekki, Ísland verði að ganga í ESB, sem er ofurskiljanlegt þar eð slík landsala gæfi braskarastéttinni nokkuð í aðra hönd.

Það má líka ljóst vera, að frú Ingveldur átti hina snjöllu hugmynd innan Sjálfstæðisflokksins, að skipta liði og stofna Viðreisn innan Sjálfstæðisflokksins í því skyni að blekkja kjósendur til að koma Sjálfstæðisflokknum einum í meirihluta á Alþingi. Og auðvitað gekk leikflétta frú Ingveldar upp með sannkölluðum glæsibrag og Sjálfstæðisflokkurinn náði meirihluta á Alþingi, þríeinn eins og guðdómurinn. Þá var ekki síður viðeigandi hjá frú Ingveldi, að kalla útfrymið Viðreisn eftir Viðreisnarfélagi Péturs Þríhross á Sviðinsvík því skyldleikinn leynir sér ekki. Hvað Björtu framtíðina varðar, þá er sú forsmán eign Sjálfstæðisflokksins að öllu leyti og húsbónda sínum holl í hvívetna.

Loks hefir vaknað sterkur grunur um að Pírataflokkurinn sé enn eitt prójektið úr smiðju frú Ingveldar, ætlað skrýtnu fólki með heimdellingshugarfar, sem vill þó ekki vera beinlínis í Sjálfstæðisflokknum. Sjálf hefir frú Ingveldur látið hafa eftir sér, einmitt líka í Washington Times, að nauðsynlegt hefði verið að útbúa leikvöll í bakgarði Sjálfstæðisflokksins fyrir vönkuð ungmenni með frjálshyggjuhneygð. Í framhaldi af þeirri hugmynd hefði þeim vönkuðu verið safnað saman undir merkjum Pírata svo að þessi grey tækju ekki upp á því að kjósa Vinstrigræna, eða eitthvað í þeim dúr. En fyrir þá allrageggjuðustu stofnaði frú Ingveldur Íslensku þjóðfylkinguna, sem því miður hefði sprengt sjálfa sig í loft upp við fyrsta tækifæri eins og múslímskur terroristi. Það má því með sanni segja, að hátt sé til lofts og vítt til vegga þessa stundina í Valhöllu sjálfstæðismanna.  


mbl.is Segir EES ekki duga lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Brazkara Bensi seldi sálu Viðreinar, kannski eru ekki allir þar inni sáttir.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.3.2017 kl. 21:03

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég held að þar hafi aldrei verið um neina sál að ræða, aðra en þessa gamalkunnu braskarasál innvígðra sjáfstæðismanna.

Jóhannes Ragnarsson, 1.3.2017 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband