Leita í fréttum mbl.is

Minningargrein um andađa ríkisstjórn

xd17.jpgJá ţađ var allan tímann eitthvert fargan á ţeim í ţessari ríkisstjórn, ef ríkisstjórn skildi kalla, trúi ég, og nú er hún berja nestiđ auminginn. Vanur mađur sem kom ađ banabeđi ríkisstjórnarinnar kvađst aldrei hafa séđ ljótari sjúkling og ugglaust muni líkiđ verđa enn herfilegra um ţađ bil sem ţađ verđur kistulagt. Ţegar hefir veriđ ákveđiđ ađ dysja hrćiđ af ríkisstjórninni utangarđs, án yfirsöngs og Guđs blessunar; ţađ kom sem sé upp úr dúrnum ţegar ađ var gáđ, ađ Frelsarinn hafđi ásamt mögrum öđrum andstyggđ á ríkisstjórnarnefnu ţessari og lét ţess getiđ ađ orđ sín um ríka manninn, úlfaldann og nálaraugađ vćru enn í fullu gildi og ţar međ vćri óviđeigandi međ öllu ađ greftra ţađ innan um annađ fólk í vígđum reit. Ađ öllu samanlögđu er ţó rétt ađ fara ţess á leit viđ Drottinn Sjálfstćđismanna, Mammon, ađ láta ţennan hráslaga- og slepjulega ţjón sinn í friđi fara. 

Smánarlegast ţykir ţó ađ andlát ríkisstjórnarinnar hafi boriđ ađ međ ţeim hćtti sem á varđ og banamein hennar í senn skammarlegt og óguđlegt; ađ tveir pervertar og ein agnarsmá flokksnefna hafi orđiđ til ţess ađ heil ríkisstjórn međ sjálft erkiauđvaldiđ og höfuđból borgarastéttarinnar, Sjálfstćđisflokkinn, innanborđs hafi orđiđ til ţess ađ ţríeinn guđ Sjálfstćđisflokksins gliđnađi sundur og féll fyrir ćtternisstapa eins og hvur önnur saurskriđa. Ţađ góđa viđ andlát ríkisstjórnarinnar er ađ ţjóđin gleđst yfir falli hennar og ćtlar sér í engu ađ heiđra minningu hennar, fremur en dauđa ókunnugs útgangsrakka sem veriđ hafđi fólki hvimleiđur fyrir margra hluta sakir.

Og vissulega var hin látna ríkisstjórn, sem fćr sitt formlegt dánarvottorđ um hádegisbil í dag, veik, fárveik, alla sína aumu ćvi. En ţađ var ekki af ţví ađ eitthvert lím í henni hafi veriđ veikt, eins og stjónmálafrćđingurinn segir, heldur stafađi sjúkdómurinn af eđli hennar, arđráns- og auđvaldseđlinu, sem skipađi henni ađ halda áfram ađ eyđileggja samfélagiđ međ ósvífnum ránum og gripdeildum á eigum ţess í ţágu gráđugar einkvćđingar og frjálshyggjuóra. Og sannast nú sem fyrr orđ Hallgríms sáluga Péturssonar:

Sjá hér hvađ illan enda
ótryggđ og svikin fá.
Júdasar líkar lenda
leiksbróđur sínum hjá.
Andskotinn íllskuflár
enn hefir snöru snúna
snögglega ţeim til búna
sem fara međ fals og dár. 

Og enn fremur:

Undirrót allra lasta
ágirndin kölluđ er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarner
sem freklega elska féđ.
Auđi međ okri safna,
andlegri blessun hafna
en setja sál í veđ.
 

 


mbl.is Ríkisstjórnin veik frá upphafi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hallgrímur Pétursson alltaf góđur. Reyndar myndi ég nú sennilega setja sál mína í veđ ef ég bara fengi eitthvađ fyrir hana. 

Wilhelm Emilsson, 16.9.2017 kl. 11:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband