Leita í fréttum mbl.is

Gáfað fólk látið ryðja brautina - það er áreiðanlega skynsamlegt

aftakaÞau eru sérlega gáfað fólk hún Hildur þessi og hann Vilhjálmur úr Grindavík. Mér sagði skilríkur maður, sem alltaf hefir verið Sjálfstæðisflokknum innan handar, meðan Flokkurinn hefði þvílík greindartröll í fremstu röð innan sinna vébanda þá væri engu að kvíða. Nú hafa Hildur og Vilhjálmur fellt sinn dóm og Swandessý er búin að vera, bara eftir að sópa henni út eins og hverju öðru óartardýri. Það er ekkert gamanmál fyrir eina slitna stelpukérlíngu með bilaðan stjórnmálakompás að lenda í klónum á vitsmunaverum á borð hana Hildi og hann Vilhjálm, sem sumir kalla Vilmjálm út af vælinu og sífrinu í honum.

Þau Hildur og Vilmjálmur eru fortakslaust krossmenn og Kristjánsmenn, einlægir stuðningsmenn Bjarnaben, Davíðs og Haaardý, Hrunsins og elska að heyra kjarnyrtar sögur af Eimreiðarelítunni, Hannesi Kjartani. Og þegar þau segja að aðför Swandeesý að Kristjáni í Hvalnum eru þau í leiðinni að segja okkur að þeim standi á fjandans sama um alla hvali og hvernig svokallaðir hvalveiðimenn murka líftóruna úr skepnum sem ekki hafa gert þeim neitt og engin þörf er á að drepa með fáheyrðum djöfulskap á hafi úti. Svona er nú að vera gáfnaljós á besta aldri í framlínu Sjálfstæðisflokksins - það bjargar miklu er mér sagt.

Í Sjálfstæðisflokknum eru á sveimi sagnir af því hvernig gildir limir í Flokknum, svona eins og Nonnýboy og Brynki Níelsar, hafa kennt sér yngra fólki að eta súrhveli og brösuð hvalþjós. Áslaug Arna, Gölle a. sem ekki er ungur lengur, telpan með langa nafnið, Vilmjálmur og Hildur hafa sést löðrandi í hvalfeiti og brúkað hvítvín, bjór og brennt með þjósnum og sýrurenginu, allt keypt af heimsendingarþjónustu athafnaskálda. Eitt sinn átu þau víst skemmda andarnefnu og fengu í magann og voru borin heim af mönnum í einhverskonar geimfarabúningum, því pestin var geigvænleg af blessuðum litlu ungunum eftir þá máltíð. En lífið er víst ekki alltaf dans á rósum og nú hafa hinir eldri og reyndari sett Hildi og Vilmjálm í að ryðja brautina fyrir eftirminnilegum brottrekstri Swandeesý úr ríkisstjórninni fyrir að að hafa móðgað hvalakallinn Kristján og heldur gróflegan máta.  


mbl.is Ljóst að málið muni hafa pólitískar afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband