Leita í fréttum mbl.is

Að kasta lifandi bók í sorptunnuna.

Afskaplega athyglisverð og frumleg hugmynd þarna á ferðinni og sannar svo ekki verður um villst, að cocopuffskynslóðin kann sitthvað fyrir sér í absúrd mennningu.

Það er nokkuð víst að ég kem ekki til að nýta mér hið Lifandi Bókasafn, því er nú ver. Hitt er mála sannast, og um það getur fjöldi fólks vitnað, að líki mér illa við bók, sem ég hef hafið lestur á, fer ég ævinlega með skræðuna út í ruslatunnu og viðhef undantekningarlaust subbulegt orðbragð í garð hinnar ólánssömu bókar þegar ég skelli lokinu á. Á þessari stundu gæli ég við tilhugsunina, að ég sjái sjálfan mig fyrir mér með eina af þessum ,,lifandi bókum" í höndunum, segjum kvenkyns femínístabókina, sem ég veit að er leiðinlegri en allt sem leiðinlegt er, á leið til sorptunnunnar.

Það er því eins gott fyrir viðkomandi ,,lifandi bók" að ég á ekki heimangengt á cocopuffsbókasafnið á þjóðhátíðardaginn.


mbl.is SHÍ stendur fyrir Lifandi bókasafni á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband