Leita í fréttum mbl.is

Þrælahald á Kárahnjúkum ber að rannsaka en ekki að þegja í hel.

Það er ekki laust við að maður sé orðinn dálítið hugsi yfir þessum undarlega barbarisma sem virðið hafa viðgengist í starfsmannamálum á Kárahnjúkasvæðinu. Ekki er annað að sjá en að alskonar óféti í líki atvinnurekenda hafi fengið að komast upp með háttalag gagnvart verkafólki, sem líkist einna helst meðferð á þrælum áður fyrr. Það er vægast sagt mjög merkilegt, að svona vinnubrögð hafi fengið að líðast. Því er t.d. algjörlega ósvarað hversvegna verkalýðsforustan og Vinnumálastofnun hafa verið eins lin og drullusokksleg gagnvart þrælahöfðingjunum á Kárahnjúkum og raun ber vitni. Það mætti halda að kárahnjúkadæmið hafi verið svo heilagt, að sjálfsagt hafi verið að líta framhjá þrælahaldinu og ómennskunni þar. Ég get ekki séð annað, en full ástæða sé til að rannsaka þennan þátt virkjunarframkvæmdarinnar af fullum þunga og einurð því þarna er greinilega um að ræða svatan blett í sögu þjóðarinnar, sem kemur ekki til með að verða geðslegri þrátt fyrir auðsjáanlega viðleitni þeirra sem ráðin brugga til að stinga honum undir stól í þeirri von að hann gleymist. 
mbl.is Kjör sumra starfsmanna ekki í samræmi við samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

ég er ekki viss um að allskyns óféti í líki atvinnurekenda hafi gengið laus þarna uppfrá. En þeir hafa þó einhverjir verið þarna í kringum þessa framkvæmd. Það er miklu alvarlegri hlutur sem hefur viðgengist nær og á höfuðbrgarsvæðinu þar sem mannréttindi hafa verið þverbrotin á innfluttu vinnuafli í skjóli fyrirbrigða sem kallaðar eru starfsmanaleigur. Þær skirrast ekki við að hirða góð umboðslaun af hverjum einstaklingi sem þær hafa umsýsl fyrir en verkamaðurinn fær lítið sem ekkert fyrir sinn snúð. Þeta er mikið alvarlegra dæmi heldur en öll Kárahnjúkaframkvæmdin til samans. Ég hef engi undrað mig á því þrælahaldi sem viðgengst nær borginni en þar eru verkalýðsforkólfarnir sennilega komnir með of há laun til að taka áhættuna á því að hrófla við þessm launaþjófum. Ég spurði núverandi formann AFLS hvernig stæði á því að þetta framferði viðgengist gagnvart erlendu verkafólki. Hún sagði að svo virtist sem ekkert væri hægt að gera svo trúlega sem það hljómar nú.

Þórbergur Torfason, 28.8.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, ég gleymdi alveg að minnast á þessar svo nefndu starfsmannaleigur, sem virðast vera einhverkonar þungamiðja í þrælahaldsmenningunni sem hér um ræðir. Starfsmannaleiguplágan er þess eðlis, að hana ber fortakslaust að uppræta, jafnvel þó það kunni að raska ró okkar dagfarsprúðu verkalýðsleiðtoga. Ég er ekki sammála formanni AFLS, að ekkert sé hægt að gera, þannig má hún ekki leyfa sér að hugsa. En hún á þó líklega við, að ekkert sé hægt að gera meðan forusta verkalýðssamtakanna er mönnuð eins og hún er í dag. Það vill þannig til, að ég þekki nokkuð vel til þessarar forustu og veit að þar er á ferðinni alvarlegt vandamál, sem verkafólk á ekki skilið að búa við.

Jóhannes Ragnarsson, 28.8.2007 kl. 12:04

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég er sammála þér með verkalýðsforystuna og ekki bætti úr skák þegar séð varð hvernig ríkisstjórn var mynduð. Ekki má koma illyndum af stað meðan helv. kratarnir eru að manna embættismannakerfið í landinu, koma sínum í svefnnefndir ofl.

Þórbergur Torfason, 28.8.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband