Leita í fréttum mbl.is

Spaðsaltaður flækingur er herramannsmatur, segir kunningi minn ...

Ekki verður á þann 19 ára í Vínarborg logið, að hann sé vandætinn, með öðrum orðum, matvandur. Úr því sem komið er, leikur fólki nú mest forvitni á að vita hvernig ungi maðurinn hafi matreitt samborgara sinn. Nú hefur neysla fólks á mannakjöti verið smáum stíl hingað til, ef frá eru taldar sögusagnir um trúboðaát blámanna einhvers staðar á hjara veraldar, svo fátt er við að styjast þegar kemur að hantéringu á mannakjöti til almennrar neyslu. Kunningi minn, matmaður mikill og sælkeri, hringdi í mig þegar hann hafði frétt af matreiðslumanninum í Vín og sagði mér í óspurðum fréttum, að hann teldi langlíklegast að vínarstrákurinn hafi borðað vin sinn spaðsaltaðann, því að spaðsaltaður flækingur væri sannkallaðaur herramannsmatur ef rétt væri að farið. Um meðlæti kvaðst hann ekki vilja fjölyrða, en það kæmi sér þó ekki á óvart ef hann frétti að strákurinn hefði drukkið rósavín með til að skola kunningja sínum niður. 
mbl.is Grunur um mannát í Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband