Leita í fréttum mbl.is

Þegar Guðni leiddi braskaranna inn í helgidóminn

Það var sérstaklega viðeigandi hjá Guðna karlgarminum Ágústssyni að vitna vitna í heilaga ritningu þegar hann var að óskapast út af guðskristni í ræðustól Alþingis í dag. Og tilvitnun Guðna var heldur ekki af verri endanum því hann lagði út af atburðinum góða þegar Jesús velti um borðum braskararanna í helgidóminum og rak þá út eins og hver önnur hundsspott. Aftur á móti skilst mér að formanni Framsóknarflokksins hafi alveg láðst að minnast á þegar hann sjálfur, ásamt Halldóri Ásgrímssyni, Davíð Oddsyni og fleiri frelsandi spámönnum leiddu braskarana með ljúflegu bænakvaki inn í helgidóminn og leyfðu þeim að gramsa og gambla að vild sinni með eigur almennings. Það er því heldur hlálegt vindhögg út í loftið hjá Guðna fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórnum Davíðs, Halldórs og Geirs, að fimbulfamba um ókristilegar flísar í glyrnunum á Birni Bjarnasyni og Þorgerði Katrínu meðan hann sér ekki einkavæðingar- og kvótabjálkann í sínum haukfránu augum.
mbl.is Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband