Leita í fréttum mbl.is

Saung þann hefur engi maður heyrt slíkan

,,Ég mun ekki greina frá söng Garðars Hólm með samanburði við þá menn aðra sem kunna að hafa súngið í höllum Þalíu dísar viðsvegar um heim, hvorki í Teatro Colon, Kussnacht, Péturskirkju (eða var það kanski Sánktipétursborg) né hjá Múhameð ben Alí. En saung eins og þann sem ég varð áheyrsla í hinni ónafnkunnustu allra höfuðkirkna hefur engi maður heyrt slíkan; og ég hygg fár mundi hafa orið samur eftir ef heyrt hefði, enda voru þau eyru dauf sem hann var ætlaður" ...

... ,,Og svo gengu þessi hljóð nærri mér, að ég sá mér þann kost vænstan að troða orgelskrjóðinn af öllum lífs og sálar kröftum til að taka yfir þennan saung eða að minnstakosti hamla á móti honum í von um að ég bærist af" ... Brekkukotsannáll, bls 296, HKL


mbl.is Hamraborgin nötraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Og sá sem rær fyrir Gúðmúndsen þarf herskip !

Níels A. Ársælsson., 19.12.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Hinn frægi saungvari ætlaði að fara með nokkur lög, einkum þau sem höfðu valdið mestum fögnuði í Teatro Colon í Buenos Aires og á svölum soldánshallarinnar í Álfgeirsborg svo sem Kindur jarma í kofanaum, Fagurt galaði fuglinn sá og Austan kaldinn á oss blés. Fyrir þessum íslenskum lögum höfðu ótaldar þúsundir manna víðsvegar um heim og svo áhángendur páfa sem Múhameðs beygt höfuð sín."

Jóhannes Ragnarsson, 19.12.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband