Leita í fréttum mbl.is

Al-Qaeda til Íslands á næstunni

Afskaplega eru þær nú athyglisverðar fréttirnar af velheppnuðum ránum í Danaveldi milli hátíðanna. Þar vantar ekkert uppá nema að við sé bætt að grunur leiki á að Alkæjetasamtökin standi á bak við tiltektirnar. Raunar minnir mig að einhversstaðar hafi ég séð þess getið að vitni hafi heyrt ræningjana tala saman á arabísku og þarf þá vart fleiri vitnana við. Ekki kæmi mér á óvart, miðað við fréttaflutning undanfarinna missera, þó íslenskir fréttamenn taki uppá að bendla áðurnefnd Alkæjetasamtök við eitt og annað sem aflaga kann að fara hér uppi á Íslandi, svo sem eldsvoða, eitulyfjasölu, misyndisverk, svo eithvað sé nefnt, jafnvel jarðskjálfta og eldgos. Og þar sem íslenskir fréttamenn eiga til að vera andríkir og stórhuga má búast við að þeim takist að blanda sjálfum Osama bin Laden inn í misgengi mála hérlendis.
mbl.is Vopnað rán í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband