Leita í fréttum mbl.is

Úrkynjuð verkalýðsforysta - enginn verkalýðsflokkur

KommúnistaávarpiðhnefiÞað bærast eflaust blendnar tilfinnigar í brjóstum margra íslendinga í dag ,1. maí, baráttudegi verkalýðsins, ekki síst hjá verkalýðnum sjálfum. Og ekki að undra. Á meintum baráttudegi verkalýðsins býr verkalýðsstéttin á Íslandi við þá undarlegu stöðu að standa uppi forystulaus og allslaus. Stéttarfélög verkafólks eru um þessar mundir því miður meira eða minna nafnið tómt enda lúta þau að langmestu leyti yfirstjórn hugsjónalausra möppudýra og auðvirðilegara handlangara úr smiðju auðvaldsins. Í dag, 1. maí 2008, ætti helsta baráttumál verkalýðsstéttarinnar vera að losna undan ánauð þess fólks sem notfært hefur sér samtök láglaunafólks til að olngboga sig upp a háborði borgarastéttarinnar.

Og ekki er ein báran stök. Ekki einast býr verkalýðsstéttin við handónýta og svikula forystu samtaka sinna, á hinum pólitíska vettvangi á hún ekkert athvarf eða málsvara. Það má heita stórmerkilegt, að á Íslandi nútímans skuli ekki vera til neinn verkalýðsflokkur, ekki síst þar sem verkalýðsstéttinni tilheyra a.m.k. 50.000 manns í 300.000 sálna samfélagi. Það er staðreynd að stjórnamálaflokkarnir sem stundum vilja kenna sig til vinstri, VG og Samfylkingin, vilja ekkert með verkalýð hafa, hvað þá verkalýðsbaráttu. Í mínum huga eiga þessir flokkar ekkert tilkall til að kalla sig vinstriflokka - þetta eru í besta falli föndurklúbbar fyrir snobbaðar menntstéttir og hégómagjarna metorðasjúklinga.

Það er mál til komið að róttækasti hluti verkalýðsstéttarinnar setjist niður og ráði ráðum sínum. Við núverandi ástand verður ekki unað til langframa.

   


mbl.is Kröfuganga frá Hlemmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband