Leita í fréttum mbl.is

Leikbrúður í fangi búktalara

Það held ég sé geðugur andskoti, eða hitt þá heldur, að velja sér það hlutverk í lífinu að vera ,,talsmaður" stórfyrirtækis, ríkra feðga eða afdankaðrar ríkisstofnunar.

Það hefur varla farið fram hjá neinum, að blaða- og fréttamenn hafa í ríkum mæli tekið að sér hin ókræsileg hlutverk ,,talsmanna" hinna og þessara kláðagemlinga. Um metnað þessa fólks þarf vart að fjölyrða, hann er áreiðanlega uppi í Borgarfirði eins og botninn úr tunnu Bakkabræðra.

,,Við höldum ótrauð áfram," segir Erna Indriðadóttir, sem eitt sinn naut virðingar sem fréttamaður Ríkissjónvarpsins, en er nú innantóm málpípa fyrirtækis af alúmíníumauðvaldsstandi. Hún segir meira að segja ,,við" þegar hún kvakar í nafni Alcoa, rétt eins og hún sé stóreigandi og burðarás í þessu álbræðslufyrirbæri.

En mikið ósköp held ég samt að það sé ömurlegt að vera eins og skælglottandi brúða, af holdi og blóði, í fanginu búktalara sem lætur mann þvaðra í fjölmiðla það sem honum lystir. Konni, leikbrúðan hans Baldurs sáluga búktalara, var skemmtileg þó hún væri búin til úr einhverju pjátri. Það sama verður ekki sagt um fólk sem lætur stórfyrirtæki, ríka feðga eða afdankaða ríkisstofnun tala í gegnum sig eins og viljalaust verkfæri. 


mbl.is „Höldum ótrauð áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband