Leita í fréttum mbl.is

Giftur trylltu femínistahelvíti

Um nóttina rumskaði Kolbeinn og vafraði svefndrukkinn mjög fram á klósett og kastaði af sér vatni. Eins og vænta mátti fór bunan öll framhjá klósettskálinni, en því tók hann ekki eftir. Þegar Kolbeinn hafði létt á sér, skjögraði viðstöðu laust inn í rúm, fleygði sér útaf og sökk þegar í djúpan svefn.

Síðar um nóttina brá frú Ingveldur blundi og óð fram á snyrtingu því hún var í miklum spreng. Skipti nú engum togum að henni varð fótaskortur er hún sté útí vætuna Kolbeins, sem lá eins og spegilslétt stöðuvatn umhverfis klósettið. Varð fall frú Ingveldar mikið; lærleggur hennar brákaðist er hún slengdist utaní salernið; sömuleiðis varð hún fyrir illu höfuðhöggi við að skella hnakkanum á baðkarsbrúnina.

En þegar frú Ingveldur raknaði úr rotinu hoppaði hún á öðrum fæti inní svefnherbergi, lagði hendur á Kolbein steinsofandi og misþyrmdi honum heiftarlega.

Þegar Kolbeinn mætti til vinnu sinnar morguninn eftir var hann hræðilega útleikinn og gaf þá skýringu á kostulegu útliti sínu, að hann væri giftur trylltu fémínistahelvíti sem vílaði ekki fyrir sér að leggja til atlögu við sofandi karlmenn.  


mbl.is Vill ekki frysta eignir auðmanna
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband