Leita í fréttum mbl.is

Af stakri natni og enn meira mannviti

hannez2_877292.jpgÞað er ekki ofsögum sagt að suðurnesjamenn í svokölluðum ,,Reyjanesbæ" séu stórhuga þegar kemur að verklegum framkvæmdum og frjálsræði. Enda er svo komið að nefndur ,,Reyjanesbær" er til mikillar fyrirmyndar í einu og öllu er lýtur að frjálshyggju og fögrum dyggðum þar sem sá veleðla frjálshyggjuskörungur Árni Sigfússon, frændi Árna þingskörungs úr Eyjum, fer fyrir sínu fólki af stakri natni og enn meira mannviti. Það skýtur því sannarlega skökku við, að þegar frjálsborinn reyknesingur heiðrar samborgara sinn með því að hafa hægðir um hánótt í garði hans skuli vera handtekinn af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Þessar aðfarir eru sérlega einkennilegar í ljósi þess að gráðugustu frjálshyggjumenn þjóðarinnar kúkuðu yfir gjörvalla þjóð sína, skitu hana svo gott sem í bólakaf, án þess að þurfa að sæta gistingu í fangaklefa fyrir vikið.

Það er einhver fjandinn í systeminu sem virkar ekki ... 


mbl.is Hafði hægðir í húsagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Óumbeðinn lífrænn áburður gefinn í lítilli þökk íbúa.

Hörður Halldórsson, 11.7.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: Helga

ertu þá að ræða um samfylkingarmenn..... ?  Þar sem um 80% aukning var í Ice-save- reikningum eftir að Björgvin G. gerðist peningamálaráðherra þjóðarinnar....  Og skeytti engu um blikkandi viðvörunarljós í tvö ár...

Helga , 11.7.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Eru Árni Sigfússon, Davíoddson, Björgólfsfeðgar og Finnur Ingólfsson samfylkingarmenn, Helga Guðmunds?

Jóhannes Ragnarsson, 11.7.2009 kl. 20:55

4 Smámynd: Helga

svo er ekki en ber ekki "yfir-kúkarinn".... Sá sem gefur "undir-kúkurum" tóninn..... doltið mikla ábyrgð.....  Mér finnst alltaf svo hjákátlegt þegar samfylkingarmenn eru að gera tilraunir til hvítþvottar  á sjálfum sér.....  Víst er að hlutirnir voru ekki á leið í réttan farveg þegar þeir komu til valda en þeir GÁFU Í BOTN í ruglinu, ef Davíð hefði ráðið Ice-save stefnunni en ekki Björgvin væri sennilega um miklu minni "kúk" að ræða, (að öllum líkindum 80% minna).....  kannski bara smá kattarskít...

Helga , 11.7.2009 kl. 21:07

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Erkifíflið Björgvin Sigurðsson réði engu þá daga sem svo var látið heita að hann væri viðskiptaráðherra; hann var ekki einusinni hafður með í ráðum í þeim málum sem heyrðu undir ,,hans" ráðuneyti.

En meðal annarra orða, Helga: hvaða samfylkingarmenn eru það sem eru að reyna hvítþvo sig af hrunadansinum?

Jóhannes Ragnarsson, 11.7.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband