Leita í fréttum mbl.is

Óöld í ríki Stjörnusýslumannsins dyggðum prýdda

driver.jpgÉg veit ekki hvernig á því stendur, en mér finnst einhvernveginn að lögbrjótar gefi sér meira lausan tauminn í Árnessýslu en í öðrum sýslum á landinu. Reynist tilfinning mín fyrir þessu grafalvarlega málefni rétt, er nærtækast að ætla að í Árnessýslu séu yfirvöld svo vönkuð og dofin að glæpamönnum finnist tilvalið að láta gamminn geysa þar um slóðir eins og þeim lystir. Þó hélt ég að Árnesingar byggju svo vel að eiga einhvern naftogaðasta dyggðum prýddasta Stjörnusýslumann landsins.

Það er einhver fjárinn í þessu dæmi sem ég kem ómögulega saman og heim.

Það er til dæmis yfirmáta dularfullt og kúnstugt að lögreglan á Selfossi, sem heyrir beint undir Stjörnusýlumanninn ógurlega, skuli ekki hafi rankað við sér fyrr en blindfulli sextugi karlinn var búinn að keyra jeppann sinn útaf og ofan í skurð. Þessir kauðar hafa greinilega aldrei heyrt fyrsta boðorð lögreglumanna: Á skal að ósi stemma - með lögum skal land byggja.

Nú verður Stjörnusýslumaðurinn á Selfossi að gjöra svo vel að rífa uppum sig buxurnar og hunskast til að gera lögregluþjóna sína að Lögreglumönnum, annars mun Árnessýsla líða undir lok vegna óheftra afbrota, glæpa, stigamennsku og ölvunaraksturs. 


mbl.is Grunaður um ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; gamli góði spjallvinur !

Kannski; okkur hér í Árnesþingi, skorti hreinlega STJÖRNU STRÍÐS SÝSLUMANN, Jóhannes minn ?

Þið hafið þó; ykkar kyrrláta Ólaf, í Hólminum.

Jah; hvað skal segja.

Árnesingum; hafa verið mislagðar hendur, all lengi - þó; Heimsborgarar séu, í uppsveitum - en uppfinningamenn góðir, í Flóanum, til dæmis.

Svona; þér að segja, Jóhannes, að þá eykst siðmenningin heldur, þá komið er, austur yfir Þjórsá - í Rangárþing, svo og; yfir Jökulsá, á Sólheimasandi - til Skaftfellzkra

Þið; á Vesturlandi, njótið Snæfellsness, ríkulega - en viðlíka nes, skortir Suðurlandið, og má vera, að það hafi ýmislegt að segja, að nokkru, um mun þann; ótvíræðan, sem á þesum landshlutum er, þó vitaskuld, muni vel, um Vestmannaeyjar - okkar megin.

Með beztu kveðjum; út undir Enni, vestur, æfinlega /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband