Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Sumarbústaðadeild ungra sjálfstæðismanna

Ef mér skjátlast ekki þeim mun meir, þá eru delikventarnir, sem brotist hafa inní allflesta sumarbústaði á Suðurlandi og í Borgarfirði, ungir sjálfstæðismenn sem hafa mikla trú á einkaframtaki og einkavæðingu. Fyrst stóru strákarnir í frjálshyggjunni rændu öllum bönkunum og sparsjóðunum, þá vilja litlu svínin ekki láta sitt eftir liggja í ránskap. Auðvitað ber fólki að virða djarfa hugsjónamenn í hvívetna og læra að skilja að þeim gengur nákvæmlega ekkert annað til með umsvifum sínum en að byggja upp frjálst, kapítalískt þjóðfélag, en til að nálgast það göfuga markmið er fátt betra en ræna banka og sumarbústaði að innan. En allt um það, þá bera störf hinna ungu sjálfstæðismanna í sumarbústaðadeildinni Stóra Flokknum glæsilegt vitni um vel heppnað flokksuppeldi, þar sem hugsjónir gróðans og græðginnar ríkja ofar öllum kröfum. 


mbl.is Gengi gert út til glæpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott útspil

auðvaldÞað væri aldeilis gott ef útspil Jóns Atla Jónassonar, að taka ekki við tilnefningum til grímulágkúrunnar útaf herra Ólafi Ragnari Grímssyni, verður til þess að svokölluð Gríma verði úr heimi höll. Að losna við innantóman snobbsubbuskap á borð við Grímuna er alfarið af hinu góða og væri óskandi, að sem mest af þessháttar andlegu auðnuleysi fái að fjúka útí hafsauga eða hreinlega til helvítis til hrellingar fyrir íbúana í þeim fræga stað. 

En mikið asskoti væri nú vel af sér vikið hjá herra Ólafi Ragnari ef honum tækis að losa okkur bæði við Icesave-rottuganginn og Grímuna með nokkurra mánaða millibili. Ef hann gæti nú kveðið niður lúsafaraldurinn, sem kenndur er við LÍÚ kvótaþrjótana, fyrir næstu áramót væri óhætt fyrir þjóðina að taka karlinn í dýrlingatölu eins og þeir gerðu við Þollák byskub helga fyrir margt löngu.


mbl.is Ósáttur við forsetann sem verndara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrr má nú vaða botnlausan elginn

cocoÉg var að enda við að hlusta á Grím þennan Atlason á Rás 2, þar sem hann óð elginn um eitthvað sem ég gat með engu móti fengið nokkrun botn í. Mér skildist þó einna helst að hann væri að tala um eitthvað sem viðkemur pólitík og úrsögn hans úr VG. En því miður var Grímur svo gjörsamlega óskiljanlegur að engin leið var að henda reiður á hvað hann var að fara.

Nú er það mála sannast, að Grímur þessi hefur gert heiðarlegar tilraunir til að príla upp framboðslista hjá VG, en verið hafnað, og má í því samhengi álíta sem svo, að karlanginn sé þess vegna, að minnsta kosti, ofurlítið móðgaður útaf tómlæti og áhugaleysi flokksmanna á honum. En það væri samt lágmarkskurteisi af Grími Atlasyni, vilji hann deila opinberlega á menn og málefni í VG, að hann geri það á skiljanlegan og rökstuddan hátt, svo enginn þurfi að velkjast í vafa um hvað hann er að meina.  


mbl.is Grímur yfirgefur VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband