Leita í fréttum mbl.is

Sumarbústaðadeild ungra sjálfstæðismanna

Ef mér skjátlast ekki þeim mun meir, þá eru delikventarnir, sem brotist hafa inní allflesta sumarbústaði á Suðurlandi og í Borgarfirði, ungir sjálfstæðismenn sem hafa mikla trú á einkaframtaki og einkavæðingu. Fyrst stóru strákarnir í frjálshyggjunni rændu öllum bönkunum og sparsjóðunum, þá vilja litlu svínin ekki láta sitt eftir liggja í ránskap. Auðvitað ber fólki að virða djarfa hugsjónamenn í hvívetna og læra að skilja að þeim gengur nákvæmlega ekkert annað til með umsvifum sínum en að byggja upp frjálst, kapítalískt þjóðfélag, en til að nálgast það göfuga markmið er fátt betra en ræna banka og sumarbústaði að innan. En allt um það, þá bera störf hinna ungu sjálfstæðismanna í sumarbústaðadeildinni Stóra Flokknum glæsilegt vitni um vel heppnað flokksuppeldi, þar sem hugsjónir gróðans og græðginnar ríkja ofar öllum kröfum. 


mbl.is Gengi gert út til glæpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er nú hissa á þér hér Jóhannes - þar eru margar fjölsyldurnar sem leggja allt sitt undir til að eignast smá skjól eða sælureit utan "blokkarinnar" - óþarfi af þér að dæma okkur öll á versta veg

Jón Snæbjörnsson, 3.6.2010 kl. 08:14

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jón, trúfélagi minn hann Jóhannes fer með rétt mál eins og venjulega. Þjóðfélagið elur upp þennan andskota og það vita allir almennir borgarar. Hann er ekki að ráðast á sumarhúsaeigendur, þeir eru öllum til fyrirmyndar þrátt fyrir að hert hefur verið að þeim undanfarið. Þar eru bankarnir komnir inn gegnum að fara á uppboðin hjá sýslumanni og kaupa upp heilu hverfin.

Eyjólfur Jónsson, 3.6.2010 kl. 12:44

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Jóhannes minn.

Það eru gömul og ný sannindi?

En það er nú samt munur á að stela til að lifa af og að lifa af með því að fullnægja þeirri sjúklegu fíkn að stela? Eða er ég að misskilja fræðin eitthvað? Það væri þá ekki í fyrsta skiptið ! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband