Leita í fréttum mbl.is

,,Hagkerfið í Eyjum," Toyota-Mángi og einkennilegur bæjarstjóri

kvoti_953546.jpgÞað er sérlega vel við hæfi og táknrænt hjá mbl.is að birta mynd af útgerðarmanninum Toyota-Magnúsi Kristinssyni með fréttinni af heimskupörum útgerðarmanna í Vestmannaeyjum. Umsvif Magnúsar þessa útgerðarmanns hafa verið  með þeim endemum að eftir hefur verið tekið og í samræmi við það mun þjóðin dæma mótmælasiglinu útgerðarauðvaldsins í Eyjum í af miðunum í höfn. 

Svo lætur bæjastjóranefna Eyjamanna sig hafa að opinbera meðvirka heimsku sína með þvæli um ,,hafgkerfi Vestmannaeyja" eins og hann og hans húsbændur tilheyri ekki íslensku þjóðinni. Og hvað ætli sá góði maður hafi sagt þegar Magnús útgerðarmaður í Eyjum tók sig til og fór með himinháar upphæðir útúr ,,hagkerfinu í Eyjum" til að kaupa Toyotaumboðið og þyrlu, svo eitthvað sé nefnt. 

Ef útgerðaramenn ætla að haga sér með þessum hætti í framtíðinni er ekki um annað að ræða en að fyrna allar aflaheimildirnar með einu pennastriki. Það væri að sjálfsögðu bæði fljótlegast og langbest.


mbl.is Eyjaflotinn kominn í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huckabee

Við sem búum á stærstu eyja vestmannaeyja klasans eru náttúrulega í algjöru sjokki yfir þessu en eyjamenn eru náttúrubörn og oft skemmtilegir

Huckabee, 21.1.2010 kl. 16:06

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Jóhannes sýndu nú smá samúð ein þyrla meðal vina hvað er það,

Sigurður Helgason, 22.1.2010 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband