Leita í fréttum mbl.is

Það er jafn gott að vera berrassaður á Íslandi og að búa í Kópavogi

Hver man ekki sönginn góða, ,,Það er gott að búa í Kópavogi," sem steinsteypusöngvarinn Gunnar I. Birgisson kyrjaði til mikilla vinsælda hér um árið með sinni silkimjúku og kvenlegu bassarödd? Þá voru góðir dagar á Íslandi, sem grundvallaðist á því, að þá áttu sjálfstæðismenn allt og máttu allt. Svo fóru góðu dagarnir til andskotans ásamt öllum loftbóluaurunum, sem gufuðu upp í hundraða milljarðatali, og Gunnari I. borgarstjóra í Kópavogi var sparkað útí horn af sínu eigin fólki með þeim orðum að hann væri spilltur stjórnmálamaður!!!

En nú hafa mátulega geggjaðir auglýsingasérfræðingar tekið hið vinsæla lag Gunnars I. til endurskoðunar og endurbóta og heitir það nú í nýrri útsetningu: ,,Það er gott að vera berrassaður á Íslandi." Nú skulum við bara sjá til hvort títtnefndur Gunnar I. Birgisson, fyrrum borgarstjóri í Kópavogi, verði ekki fenginn til að syngja nýju útgáfuna af kópavogsbragnum, ,,Það er gott að vera berrassaður á Íslandi" inná allar auglýsingar sem ætlaðar eru til að leiða fólki í útlöndum fyrir sjónir að ekki sé eins djöfullegt að búa á Íslandi og sagt er, þrátt fyrir eldgos og glæpasamtökin sem kenna sig við sjálfstæði.   


mbl.is Gott að vera berrassaður á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Skammastu þín Jóhann! hann er ekki berrassaður á almannafæri hann Birgir, bara heima hjá sér og úti garði einstöku sinnum. Eginkona hanns þó lítil sé er skörungur mikill og lætur ekki strákinn ganga ósæmilega klæddan um götur Kópavogs.

Eyjólfur Jónsson, 4.6.2010 kl. 16:16

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég var nú heldur ekki að leggja að strákurinn færi að hlaupa nakin um götur Kópavogs. En hann mætti vel syngja ,,Það er gott að vera berrassaður á Íslandi" í íslandsmyndbandinu góða, á sama hátt og hann kyrjað ,,Það er gott að búa í Kópaogi" á sínum tíma.

Jóhannes Ragnarsson, 4.6.2010 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband