Leita í fréttum mbl.is

Tönnurnar hefðu lent á Íslandi, ef ...

naut2.jpgÉg er nú svo sem brandsjúr á að helvískar gulltönnurnar hans Churchills hefðu lent á Íslandi ef þessir asnar hefðu álpast til að bjóða þær upp fyrir hrun. Ég er hræddur um að umræddar tönnur hefðu sómt sér forkunarvel milli skoltanna á einhverjum af okkar ágætu bankaeigendum, bankastjórum, millestónum, fonsurum eða bakkvörungum. En sérdeilis hefði ljómi þeirra logað skært og innilega uppí munninum á einhverri útrásargrúppíunni.

En því miður varð ekkert úr því að tönnur Churchills lentu uppí íslenskum útrásartranti eða LÍÚ-gini, og þó ... 

Það er nefnilega ekki loku fyrir það skotið, að það hafi einmitt verið forsjáll íslenskur fjársýslujöfur af hrunastandi sem hreppti tönnurnar góðu. Miðað við alla milljarðana, sem horfnir eru úr bókhaldi auðmannastéttarinnar eins og jörðin hafi gleypt þá, er ekki óraunhæft að ætla að gulltönnur gömlu bresku stríðshetjunnar hafi skipt um ríkisfang í dag og séu nú íslenskar með aðsetur á Tortólu, eða öðrum sambærilegum stað. 

En hafi Íslendingar misst af tönnum Churchills, geta þeir, fjandinn hafi það, reynt að kaupa tönnur frú Tathcher þegar þær verða boðnar upp.


mbl.is Selja gulltennur Churchills
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sé að þú notar gamla vestfirska orðið tönnur eins og afi minn og aðrir ættingjar hér vestra.  Tönnur og höndur það er málið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2011 kl. 21:15

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jú, ég þekki notkun á orðunum tönnur og höndur, en man ekki hvar ég heyrði þau fyrst. Ég man reyndar eftir manni hér, sem átti verstfirskan föður, sem talaði um tönnur. Sjálfur var ég til sjós í nokkur ár á Vestfjörðum, en hvort þar var talað um tönnur og höndur rekur mig ekki í fljótu bragði minni til.

Jóhannes Ragnarsson, 19.1.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband