Leita í fréttum mbl.is

Ekkert að marka þessa yfirlýsingu umfram venjulega lýgi

Það er ekki meira að marka þessa stuðningsyfirlýsingu VG í Kópavogi við ríkisstjórnina en vindinn í görnunum á Álfheiði Ingadóttur flokkseiganda. Í næststærsta bæjarfélagi landsins, Kópavogi, mættu aðeins 15 manns á félagsfund í í gær og um það bil 30 á opinn almennan fund í gærkvöldi, að meðtöldum Steingrími J. Álfheiði Inga, Birni Val og Óla góða.

Það er ljóst að fundarherferð Steingríms um landið undanfarna daga er eitt allsherjar flopp og greinileg vatraustsyfirlýsing á hann og ríkisstjórnina.

Á kópavogsfundinum í gærkvöld gerði búrtíkin Björn Valur, þingmaður útgerðarfélaganna Brims og Samherja, sér lítið fyrir og laug því blákalt að fundarmönnum, að svokölluð sáttaleið um stjórnun fiskveiða samrýmdist afar vel stefnu VG í sjávarútvegsmálum. En ,,sáttaleið" þessi er einkum til þess fallin að festa núverandi kvótakerfi í sessi og tryggja hreðjatakið sem LÍÚ hefur á þjóðinni.


mbl.is Lýsa stuðningi við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammala þessu. Enda voru einungis 15 manns sem mættu a þennan fund, þ.a. 13 sem eru i Jakor Steingrims J, Alfheiðar og Arna Þors.

Ágúst Valves Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 09:49

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jóhannes, þakka þér fyrir að skýra stöðuna annars héldi maður að allt væri í lukkunnar velstandi og kjósendur VG allir komnir á hugarfarsbreytandi lyf.

Magnús Sigurðsson, 20.1.2011 kl. 09:59

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Leiðinlegt hvernig komið er fyrir VG. Hér áður fyrr var þetta dálítið heiðarlegur flokkur og hélt uppi skynsamlegri gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda. En flokkurinn hefur gersamlega umhverfs eftir að hann komst í ríkisstjórn og er nánast óþekkjanlegur.

Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband