Leita í fréttum mbl.is

Þeirri konu gleymi ég aldrei

eldur5Minningin um Aðalbjörgu Arinbjörnsdóttur brennuvarg mun aldrei hverfa mér úr minni; ekki einusinni alzheimer eða gróf ellikölkun mun breyta þar nokkru um.

Aðalbjörg Arinbjörnsdóttir hneigðist furðusnemma til ýmiskonar hluta, sem almennt er ekki talið til kvenlegra dyggða. Átta ára gömul hafði hún á samviskunni að hafa lagt eld að nýbyggðri timbuverslun kaupfélags með þeim farsæla árangri að verslunin brann til kaldra kola. Og daginn eftir að hún fermdist í Kjalarvíkurkirkju kvittaði hún fyrir að vera komin í tölu kristinna manna með því að kveikja í kirkjunni, sem brann glatt í marga klukkutíma, enda stútfull af heilögum anda. En heilagur andi er afar eldfimur eins og menn vita.

Síðar á lífsleiðinni tók Aðalbjörg að sér ýmis viðvik fyrir menn, sem máttu til með að losna við vel tryggða húskumbalda, eða bifreiðar, eða jafnvel báta eða stærri skip. Þetta gekk allt ljómandi vel hjá Aðalbjörgu þar til hún tók að sér að brenna mótorbátt Gunnólfs Gunnólfssonar, Þjóðarsómann GK 913. En það fór með þessa ráðagerð Gunnólfs eins og allar aðrar ráðagerðir sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. Þeim Aðalbjörgu hafði samist um að hún tæki að sér fyrir drjúga upphæð að koma á stað eldi í vélarrúmi Þjóðarsómans og ekki fara af vettvangi fyrr en útséð væri með að bálið slökknaði ekki af sjáfu sér. En því miður var andskotans vélarrúmið fullt af gasi, sem Aðalbjörg varaði sig ekki á. Og því fór sem fór: Um leið og hún kveiti á fyrstu eldspýtunni, sprakk Þjóðarsóminn GK 913 í loft upp og lét þar lífið Aðalbjörg Arinbjörnsdóttir, rúmlega hálffertug að aldri og lét eftir sig sex ófeðruð lausaleiksbörn. 


mbl.is Brennuvargar í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband