Leita í fréttum mbl.is

Lagði til að Herjólfi yrði siglt upp Múlakvísl

Það er þriflegur andskoti fyrir sjálfstæðishetjur eins og Árna Johnsen, Jón Gunnarsson og framsóknarkurfinn Sigurð Inga Jóhannsson ef ríkisstjórninni tekst að smíða nýja brú yfrum Múlakvísl fyrr en áætlað hafði verið. Þessháttar frammistaða stjórnarinnar gæti hæglega stórskaðað fyrrnefnda þrjá heiðursmenn.

Það er því full ástæða til að hvetja þá bakkabræður, Árna, Jón og Sigurð til frekari dáða við að verða á undan ríkisstjórninni að byggja brú yfir bölvaða sprænuna atarna. Í hádeginu máttum vér landsmenn meðtaka áform herra Johnsen um að raða saman nokkrum gámum yfir kvíslina, sem bifreiðar myndu síðan aka um á harðaspretti. Áður höfðu Jón kaldi og framsóknarkurfurinn viðrað athyglisverðar hugmyndir um allrahanda ferjumennsku í munkhásenstíl. Mér hefur verið sagt að Jón Gunnarsson sjálfstæðishetja hafi m.a.s. lagt til að Herjólfi vestmannaeyjaferju yrði tafarlaust siglt upp Múlakvísl og látinn ferja fólk og bíla milli árbakka allt hvað af tæki svo ferðamannaiðnaður legðist ekki af á Íslandi.

En nú er sem sé að koma á daginn, að ekki er ein báran stök hvað varðar ófarir sjálfstæðisgarpa og framsóknarkurfa, því Ögmundur kommúnisti Jónasson innanríkisráðherra virðist ætla að verða á undan bakkaræðrunum að brúa Múlakvísl.  


mbl.is Brú tilbúin fyrr en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Þegar ég heyrði þetta í fréttum um Bakkabræður þá hugsaði ég klikk, klikk, klikk.

Rauða Ljónið, 11.7.2011 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband