Leita í fréttum mbl.is

Plástur á ofalið svín

svin1.jpgÞað er fyrir mestu að Nordælan skuli vera svona yfir sig ánæggð með það sem hún og hennar líkar kalla í lágkúrukenndri fávísi sinni ,,frumvarp að stjórnarskrá" þrátt fyrir að hitt sé mála sannast að þetta óhrjálega plagg er ekki einusinni brúklegt í skeini, einkum sökum tilgerðarinnar og slepjuskaparins sem prýða síður þess.

Um væntanlegar umræður í þjóðfélaginu um stjórnlagapappír frú Nordal, og væntingar hennar í þá veru, er víst best að hafa sem fæst orð. En ljóst er að sú umræða mun að öllu leyti verða borin uppi af skaðmenntuðum uppskafningum, sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn, hvað þá mígið í saltan sjó, og inntak hennar eftir því.

Hrossalækningar efri-millistéttaraðalsins á hinu þrautpínda kapítalíska óeðli á Íslandi með einhverju stjórnarskrárföndri mun að sjálfsögðu ekki skila neinu, nema ef til vill dálitlu af ryki í augu almennings. Plástur á ofalið svín með kransæðastíflu mun ekki forða því frá hjartaáfalli með tilheyrandi heiladauða.


mbl.is Ánægð með samhljóm í ráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef að þetta kólestreróða svín passar síðan ekki í stíuna sem Jóhrannar bjó til mun þessu svíni breytt í skinku og skanka áður en í gegnum þing kemst.

Óskar Guðmundsson, 28.7.2011 kl. 00:50

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Jóhannes. Bara búið að opna á kallinn aftur á blogginu?

Eitt eigum við sameiginlegt, ég og þú, og það er háðs-bloggið.

Þú hefur þó meiri húmor en ég, og það er gott að einhver leysir Spaugstofuna af í sumarfríinu. Spaugstofan er samviska þjóðarinnar í beinni útsendingu  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.7.2011 kl. 16:34

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sæl og blessuð Anna Sigríður.

Bloggsíðunni minni var ekki lokað, það var bara lokað fyrir færslun umdeildu, sem olli ungu sjálfstæðismönnunum hugarangri. Ég skil þá svo sem útaf fyrir sig og er að hugsa um að víkja einhverju góðu að þeim í sárabætur.

Jóhannes Ragnarsson, 30.7.2011 kl. 21:16

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhannes. Það er gott að síðunni þinni var ekki lokað. Við þurfum svona óhrædda háðsfugla, til að hrista upp í skoðunum fólks, því annars sofnum við öll á gagnrýnisvaktinni þörfu.

Það er stórmannlegt af þér, að hlúa að andlegu fátæktinni hjá ungum "sjálfstæðismönnum". Þeirra fátækt er hættulega og snauð af mannúð á köflum, og þarfnast andlegra plástra í mannúðarskyni.

En ég fer ekki ofan af því að það eru margir aðrir flokkar, sem þarfnast jafnmikið mannúðar-plástra og fyrirgefningar eins og sjálfstæðisflokkurinn, enda mannkynið allt stórbrenglað og breyskt, sem lætur of oft stjórnast af eiginhagsmunaseminni einni saman.

Því miður er ég ein af þeim syndaselum og svörtu sauðum eigingirninnar, og viðurkenni það, án þess að vera stolt af þeim eiginleika. 

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.8.2011 kl. 19:15

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þakka þér fyrir Anna Sigríður. Þú hefur að mínu mati mikið til þíns máls, svo ekki sé meira sagt.

Jóhannes Ragnarsson, 2.8.2011 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband