Leita í fréttum mbl.is

Mikið væri nú þægilegra

cry3Ég vorkenni Vilhjálmi Egilssyni óskaplega mikið, enda þarf sterkar taugar til að þola öll þau undur og býsn sem þessi geðugi frjálshyggjustampur getur kjökrað og umlað yfir óréttlæti heimsins í garð vígreifra kapítalista af útgerðar- og verktakastandi. Og alltaf er lausnarorð Vílhjálms og hans manna fólgið í að gráta út peninga úr ríkissjóði; ríkið fái verktökum verkefni, ríkið efli og bæti stöðu kvótakónga; og þannig upp aftur og aftur.

Mikið væri nú þægilegra ef Viljálmur og kompaní hættu að sveima kringum ríkissjóð eins og breima fresskettir, en færu þess í stað að gera eitthvað sjáfir uppá eigin spýtur til að auka þennan hagvöxt sem þeir eru alltaf að mjálma um. Það er nefnilega afar sorglegt að þurfa að sitja uppi með slappa og ráðalausa atvinnurekendur, sem ekki geta lyft svo mikið sem litlafingri nema með aðstoð ríkisins. Eftir söng þeirra að dæma eru afar, afar fá athafnaskáld í hópi atvinnurekenda en þeim mun fleiri athafnaleirskáld sem hafa ekki einusinni döngun í sér til að hífa uppum sig buxurnar en skjögra alla daga um með allt á hælunum og heimta peninga úr ríkissjóði þrátt fyrir að sá merkilegi sjóður sé meir en tómur eftir frjálshyggjuævintýrið mikla.


mbl.is Gegn mögulegum skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið væri nú þægilegra ef Viljálmur og kompaní hættu að sveima kringum ríkissjóð eins og breima fresskettir, en færu þess í stað að gera eitthvað sjáfir uppá eigin spýtur til að auka þennan hagvöxt sem þeir eru alltaf að mjálma um. Það er nefnilega afar sorglegt að þurfa að sitja uppi með slappa og ráðalausa atvinnurekendur, sem ekki geta lyft svo mikið sem litlafingri nema með aðstoð ríkisins.

Þetta Jóhannes Ragnarsson er hreinn og beinn gullmoli.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2011 kl. 11:49

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þetta er nú bara sama dæmið og kettlingarnir hennar Blíðu minnar. Hefðu þeir ekki verið vandir af spenanum væru þeir ólæknandi spenatottarar.

Þráinn Jökull Elísson, 9.8.2011 kl. 19:59

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Jóhannes:þú gleymir því alveg að stjórnvöld hafa svikið öll loforð um atvinnuuppbyggingu, sem atvinnurekendur gætu nýtt sér til að byggja upp, og að sömu stjórnvöld standa í raun gegn allri atvinnuuppbyggingu sama hverju nafni hún er nefnd, beita fyrir sig náttúruvernd og skipulags-töfum, nota nánast hvert hálmsstrá til að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu, enn sennilega sérð þú það ekki gegnum pólitíska blinda augað, sem er að verða mesta mein þjóðarinnar.

En nei þú ert sennilega ekki að gleyma neinu, ykkur sósíalistunum líður nefnilega ekki vel nema aðrir hafi það skítt og helst allir, þið sjálfir meðtaldir.

Magnús Jónsson, 10.8.2011 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband