Leita í fréttum mbl.is

Minnisstæðir stekkjastaurar

landroverMörgum er eflaust í fersku minni þegar oddviti sjálfstæðismanna í Árborg gerði sér lítið fyrir hér um árið og keyrði á staur við Sæbrautina í Reykjavík. Og nú keyrði sjálfstæðismaður á staur í Hveragerði um sjöleytið í kvöld. Ekki er mér kunnugt um hvort sá sem óð eins og yxni á staurinn í Hveragerði í kvöld er sá hinn sami sjálfstæðismaður og reyndi ökuleikni sína á staurnum við Sæbrautina, sællar minningar, en þó má ljóst vera að handbragðið er hið sama.

 Áslaug Arinbjarnardóttir, sem kölluð hefur verið Áslaug hnykkur af vissri ástæðu, ók eitt sinn á staur nokkurn er hélt uppi umferðarskilti. Að vísu var Áslaug nokkuð við skál er atvik þetta átti sér stað, gleraugnalaus og í sæluástandi eftir velheppnaða veislu að heimili sæmdarhjónanna frú Ingveldar og Kolbeinssonar skrifstofustjóra. Þegar Áslaug sté útúr bifreið sinni og gufustrókurinn stóð uppúr vélarrúminu og fuglarnir sem voru vitni að ákeyrslunni þagnaðir rak hún upp skaðræðishlátur þegar hún leit ástand staursins sem lá samanbrotinn og krypplaður í vegarkantinum. Þegar hún hafði lokið hlátrinum sparkaði hún ólundarlega í staurinn og mælti til hans: - Þú ert ekki eins sterkur og beinn og staurinn hans Kolbeins, helvítis druslan þín. Það er sko stekkjastaur sem stendur allt af sér og gerir manni glatt í geði.


mbl.is Ók á staur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband