Leita í fréttum mbl.is

Hugrekki kamraorghestanna

_gust_a_motmaela.jpgÆ ég held það taki ekki fyrir þessa kamraorghesta að hafa fyrir því að mynda ríkisstjórn. Það væri aðeins óþarfa ónæði fyrir forsetann að taka að taka á móti þeirri hjörð og setja í embætti. Því að væntanleg ríkisstjórnarnefna verður hrakin frá völdum fyrir vorið og þá verða þessi skuggalegu samtök sem að henni standa kosin, ekki aðeins útí hafsauga heldur alla leið til Tortólu ug urðuð þar eins og ókræsilegt spilliefni. Ég trúi því að hin öfgahægrisinnaða panamaskjalastjórn þeirra Bjarna, Benza og Proppa verði fyrsta ríkisstjórn lýðveldisins sem verður heilsað með mótmælum, - mótmælum í stærri kantinum, vel að merkja, - sem kann að ljúka með því að engeyjarfrændur og Proppi í eitugrænu jakkafötunum og með hárstrý eins og tvinnaspottaflækju á hausnum svífa eins og englar úti Reykjavíkurtjörn.

x-banziÞað sem vekur mesta athygli er hið sérkennilega hugrekki flokkana sem að nýju stjórninni standa að þora yfirleitt að fara af stað með annan eins óskapnað, gegnsósaðan af hneykslum, kosningasvikum og panamaskjalaómennsku. Það liggur til dæmis ljóst fyrir, að flestir þeir ólánsgemlingar, sem köstuðu atkvæðum sínum á fyrirbærin Viðreisn og Björtu framtíðina, í þeirri trú að þau væru einhverskonar félagshyggjuflokkar á miðjunni, hafa áttað sig á hverskonar dólgasöfnuður er í raun þar á ferð. Hitt er svo aftur annað mál hvernig á ranghugmyndum kjósenda stóð varðandi þessa hægriöfgaflokka fyrir kosningar, en það er vissulega rannsóknarefni útaf fyrir sig.

fire.jpgEn hvað um það, ég spái mótmælum um leið og ríkisstjórn Bjarna Ben tekur við völdum og ég vona heilshugar að ég verði sannspár hvað þetta varðar því heill, siðferðisheilsa og sjálfsvirðing þjóðarinnar er að veði.   



mbl.is Stefnt að ríkisstjórn í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

eg vildi að ég væri svona bjartsýnn. Menn halda ótrúlega vel um sína hagsmuni

Kristbjörn Árnason, 7.1.2017 kl. 21:04

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

O jamm og já. Stundum rofar svo til að bjartsýnir draumar rætast.

Jóhannes Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband