Leita í fréttum mbl.is

Þá langar til að bæta fyrir ólánsverk sín á frjálshyggjuáratugunum alræmdu

xb5Jæja, þá virðast framsóknarmenn vera að komast á þá skoðun, að tímabært sé að þeir reyni að bæta fyrir ólánsverk sín á frjálshyggjuárunum alræmdu fyrir Hrun. Borðliggjandi er, að ef Framsókn sýnir auðmjúka iðrun að þessu sinni er ekki fyrir það að synja, að hlé kann að verða á dauðastríði gömlu Framsóknarmaddömunnar, en hún hefir sem kunnugt er legið illaa haldin í kör sinni í tuttugu og tvö ár. Þegar gamla konan frétti af umboði Katrínar til að mixa ríkisstjórn með Framsók, gjörðist hún svo brött að hún rétti sig upp í flatsæng sinni og leit upp um rjáfur Framsóknarfjóssins og bað um að fá kostnaðráætlun um stækkun fjóssins og hlöðunnar því viðbúið væri að nú mundi fjölga húskörlum og griðkonum í hinu hálffallna Framsóknarfjósi.

Og gamla konan hafði fleira á orði í dag. Hún lýsti því yfir, veikum og ryðguðum rómi, að hún ætti nú menn á öðrum bæum en Framsóknarfjósinu og nefndi þar að lútand nöfn Steingríms J. Sigfússonar, Helga Hrafns og Loga samfylkingargoða. ,,Þeir eru allir góðir og gegnir framsóknarmenn", mælti hin aldurhnigna kararkona og strauk sér um tannlausann munninn og bauð viðstöddum að færa sér á stundinni ákavítisflöskurnar í gamla rykfallna skápnum í haughúsinu.

Þó eru býsna margir framsóknarmenn afar uggandi yfir þeirri tilhugun, að gamla Maddaman komist kanski á ról og fari að hnýsast í hluti sem hún ætti aldrei að fá neina vitneskju um. Til að mynda er Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður ákaflega hræddur við skyndileg batamerki þeirrar gömlu og að hún kæfi hann viðstöðulaust í fjóshaugnum ef hún kemst að ýmiskonar klækjum og glæpaverkum sem hann hefur framið og látið fremja í nafni Framsóknarflokksins á næstliðnum þrjátíu árum. Því hefir Kolbeinn ákveðið að fara huldu höfðu, bæði fyrir væntanlegri ofsareiði gömlu Framsóknarmaddömunnar og einnig fyrir frú Ingveldi eginkonu sinni, sem hefir í hyggju að myrða hann, eftir að hún sló hann út um stofugluggan á heimili þeirra fyrr í dag þegar hún frétti af ráðabruggi Framsóknar með kommúnistum og anarkistum.


mbl.is „Uppbyggingarstjórn“ í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

GÓÐUR!

Jón Valur Jensson, 3.11.2017 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband