Leita í fréttum mbl.is

Þegar manni verður óglatt af pólitískri þvælu og fimulfambi

Johanna-og-Gudlaugur-Thor_1091123689Jájá. Við erum ekki öll búin að gleyma því þegar Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að spritta sig með Samfylkingunni, það fór eins og það fór; það hefði sennilega virkað betur ef þeir hefðu drukkið samfylkingarsprittið og oltið dauðir undir borð. Og Helga Vala má ekki halda að enginn muni lengur af hverju tæpur helmingur þingflokks VG hrökklaðist á brott út af hamslausum yfirgangi Jóhönnu og hinna óheiðarlegu og vitlausu krataskrattana, sem fengu Flokkseigendafélag VG í lið með sér. Þegar allt kemur til alls, er Sjálfstæðisflokkurinn, eins gjörspilltur og hann er, ekkert verri félagsskapur fyrir VG en Samfylkingin.

Frá mínum bæjardyrum séð hefur tilgangsleysið og ólundin geislað af Samfylkingunni. Hugsjónalaus og illa innrætt hefur þessi flokksnefna frá upphafi litið úr eins og illa lyktandi ruslahrúga og poletikin sem þaðan hefir komið verið í samræmi við það. Þarna hafa saman safnast uppstílaðir lúserar og undirmálsskítseiði, sem reynt hafa að telja fólki trú um að þeir gætu framkvæmt kapítalismann betur en kapítalistarnir sjálfir. Enda hefir komið í ljós, að í bæði skiptin sem Samfylkingin hefir verið í ríkisstjórn, að hún er gjörsamlega óstjórntæk, að stórum hluta vegna skorsts á mannauði og að inu leytinu vegna engrar eða mjög svo óljósrar hugmyndafræði.

Þegar ég hlustaði á Helgu Völu fimbulfamba í Silfri Egils í morgun hugsaði ég sem svo: Nei, með sona liði er ekki hægt að vera í ríkisstjórn, því er ekki treystandi fyrir næsta húshorn. Og að þetta lið geri tilkall til að vera álitnir vinstrisinnar er svo kjánalegt að margir vita varla hvort þeir eiga að hlægja eða gráta. Reyndar heyrði ég spekinginn, sjálfan Egil silfraða, kalla katrínu Jákobsdóttur sósíalista og ekki fyrir löngu síðan talaði Bogi Ágústsson fréttamaður um að VG væri flokkur vinstrisósíalista. Hvernig ætli það sé, vita þessir menn ekki betur, eða er það óheiðarleikinn sem stjórnar þeim þegar þeir mæla svona firru af munni fram í áheyrn þjóðarinnar? VG er ekki sósíalískur flokkur, það verða menn, í það minnsta fréttamenn, að hafa á hreinu og sósíalismi hefir verið bannorð innan VG nánast frá upphafi. Einhverjir hafa sett fram tillögur um að VG verði sósíalískur flokkur, en því hefir meirihluti fundarmanna hafnað af heimikilli áfergju. Ég veit satt að segja ekki hvernig flokkur VG er, en helst má líkja honum við samtök einhverkonar efristéttarfémínísta og háskólamenntaðra, tengsl við verkalýðshreyfinguna eru engin og flokksmenn fyrirlíta stéttarbaráttu og allflest annað sem heyrir til sósíalisma.  


mbl.is Þrá að spritta sig með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband