Leita í fréttum mbl.is

Kæfan

rat5_1243065.jpgÉg held maður muni nú eftir matsveininum okkar, Skonsukallinum, eins og hann ævinlega nefndur. Sá lét nú fátt sér fyrir brjósti brenna og sauð, bakaði og steikti hvað er fyrir honum varð. Þetta var maður með reynslu; hafði siglt á síðutogurum, vertíðarbátum, frökturum og með hvalföngurum og eldað baki brotnu í öllum veðrum, bæði algáður og við skál. Skonsukallinn var mesti sagnasjór, var alltaf miðpunkturinn í sögum sínum. Þetta voru frægðasögur um áfengisnautn og kostulegt kvennafar með sérdeilis gróflega djörfum og vöskum konum.

Í landlegum, þegar þurrt var í veðri, sáum við félagarnir á eftir matsveininum okkar, frakkaklæddum með byssu í hönd á leið út úr plássinu. Maðurinn minnti á enskan lávarð á leið til refaveiða. Lengi vel vissum við ekki hvaða skotveiðar Skonsukallinn stundaði, en svo sagði einhver okkur, að hann legði leið sína oftast út á sorphauginn, sem staðsettur var fyrir neðan veg út með firðinum. Hann kom sér víst fyrir á vegarbrúninni og stóð þar hreyfingarlaus með byssuskeptið undir kinn og beið. Svo kom að þeim tímapunkti þegar ruslahaugurinn fór allur að iða, það voru rotturnar, sem héldu að hættan væri liðin hjá, en þær höfðu lagst niður þegar þær urðu varar við hreyfingu á vegbrúninni. Svo reið skotið af, þetta var haglabyssa, og fjöldi nagdýra lá þegar í valnum. Þennan leik lék Skonsukallinn frakkaklæddur þarna á vegbrúninni í þrjú til fjögur skipti, en þá brá hann sér niður á hauginn, dró upp plastpoka og tíndi hann fullan af dauðum rottum.

Það var ekki fyrr en í lok vertíðar, að við komumst að því, að um borð hafði matsveinninn breytt villibráð sinni í kæfu, sem menn spændu í sig milli trossa og þóktust verða sterkari og úthaldbetri við netadráttinn á eftir. Enn er mér í fersku minni hvað menn grétu mikið að kveldi lokadags út af þessari kæfu og höfðu í hræðilegum hótunum um að myrða Skonsukallinn á sem kvalafyllstan hátt þegar þeir næðu í hann næst. En Skonsukallinn var séður náungi með sagnaranda og hafði nauðsynlega þurft að bregða sér suður til Reykjavíkur tveimur dögum fyrir lokadag. - Ég þarf að vera við jarðaför systur minnar, eska, hafði hann sagt við kapteininn og því var hann horfinn af vettvangi þegar við komumst að hinu sanna um kæfugerðina. Ekki þarf að taka fram, að ekkert varð af útför systurinnar þar eð Skonsukallinn átt aungva systir, þess í stað hélt hann upp á vertíðarlokinn á Hotél Sögu innan um stórmenni og gáskafullar kerlingar.


mbl.is Má bjóða þér rottusúpu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Já, bezt er vita ekkert um hvað fer í svona kæfur. Það sem maður veit ekki um, verður manni ekki meint af.

En endilega kíktu á þetta myndband af thailenzkri stúlku sem hámar í sig alls konar skordýr, margfætlinga og áttfætlinga. Gætir þú þetta? Eins gott að sporðdrekarnir eru ekki lifandi þegar hún étur þá:

https://www.facebook.com/LaughterFree/videos/1513836355360955/

Annars er þessi kokkur sem þú lýsir ekki fyrir minn smekk, mér lízt ekkert á rottur í matinn. Á einu af þeim mörgu skipum sem ég hef siglt á var enskur kokkur, sem eldaði í sífellu franska pottrétti, herramannsmat. Síðan fór hann í leyfi og franskur kokkur tók við. Og sá gerði ekkert annað en að steikja pylsur (sausages) og bacon, sem varð hálf leiðigjarnt til lengdar. Jafnvel ég get steikt pylsur og ekki er ég kokkur.

Aztec, 21.11.2017 kl. 02:25

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvorku mundi ég eta nagdýr eða skordýr, nema ég yrði hungurmorða ella.

Jóhannes Ragnarsson, 21.11.2017 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband