Leita í fréttum mbl.is

Bráðum hittir hann Adólf, Rikka og Franciskó

Maðurinn með ljáinnAndlegi krypplingurinn Jón McCain, sem líklega verður fambjóðandi fyrir óaldarlýðinn í Repúblíkanaflokkinn í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum, lætur vaða á súðum þessa dagna. Af alkunnu kristilegu hugarþeli repúblíkana, lætur þessi ómerkilegi drullusokkur sér sæma að óska stórmenninu félaga Fídel Kastró dauða; kveðst vona að félagi Fídel hitti Karl Marx bráðlega.

Sjálfur er Jón McCain þessi kominn að fótum fram og þarf varla að örvænta um að hann hitti ekki bræður sína í andanum, handan við móðuna miklu, bráðlega. Í þeim góða vinahópi McCains verða áreiðanlega ekki minni menn en Ríkharður Nixon, Francisko Francó og Adólf sálugi Hitler, svo einhverjir séu nefndir. Og ekki er að efa að þeir félagarnir setjist niður og reikni út hve margir hafi dáið drottni sínum af völdum kapítalismans. En það ku vera ansi myndarlega há tala. 


mbl.is McCain vonast til að Kastró fari brátt yfir móðuna miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er mikil hætta á því að þetta dj. fyrirbæri taki við af Bússa og vinni í sannkristnum anda hans. Klári dæmið!

Árni Gunnarsson, 22.2.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Djöfulls úrþvætti þetta helvítis Jón Mc Can. Það vona ég að gerpið hitti Dolla vin sinn sem allra fyrst í helvíti.

Níels A. Ársælsson., 23.2.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Fríða Eyland

Ég þoli ekki þennan snarklikkaða mann sem kallar alla terrorista, hann mætti líta sér nær

Fríða Eyland, 23.2.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: GústaSig

Davíðs sálmur Oddssonar... Bush og Mc Cain. Hér skilur ekki slefan á milli og skiptir ekki máli hver kveður tóninn (að viti Davíðs og co). Sálmur er sunginn og allir rebbar tóna með heyr heyr og torror. Allir syngja með... tra la la terrrorr og xD!!

Svona er USA og RVK í dag :D

GústaSig, 23.2.2008 kl. 03:55

5 Smámynd: Salmann Tamimi

Þessi MacInsane er verri en Bush. Hann stefnir á því að halda áfram og auka hernaðarbrölti bandaríkjana alls staðar í heiminum. Hann er blóðþyrstur brjálæðingur.

Salmann Tamimi, 23.2.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband