Leita í fréttum mbl.is

Fjöldi öfgamanna á kreiki á Íslandi

Í tilefni af skemmtilegri frétt um þúsindir íslamskara öfgamanna í Bretlandi er eiginlega nauðsynlegt að koma því að, að á Íslandi er ótrúlegur fjöldi af öfga-frjálshyggjumönnum sem ganga lausir.

Á þeim hræðilegu tímum sem nú eru á Íslandi er mikið ábrgðarleysi af hálfu þjóðarinnar, að hinir útúrtjúnuðu frjálshyggjurassar skuli fá að valsa um eftirlitslaust.

Einhverntímann var sett á laggirnar jargansmikill kontór sem átti að sjá um eftirlit með frjálshyggju- og fjárglæframönnum allrahanda. Ekki stóð á því að kontórinn fengi nafn við hæfi, semsé: Fjármálaeftirlitið. Auðvitað var Fjármálaeftirlitskomtórnum gert að hafa starfshætti Fiskistofu að leiðarljósi. Ekki er annað að sjá en Fjármálaeftirlitið og Fiskistofa hafi staðið sig sérdeilis vel í stykkinu, þ.e. horft skipulega framhjá öllu athæfi þeirra sem eitthvað eru taldir eiga undir sér og hafa pólitíkusana í vasanum.

Það er síðan ósköp skemmtilegt að verða vitni að hruni öfga-péníngagéðsjúklínganna. Þeir hrundu eins og aurskriða fyrir björg ómennskunnar, án þess að fjármálaeftirlitskontórinn hefði nokkurntímann skipt sér af hinum sjúku græðgisseggjum. Þannig mun einnig fara fyrir greifunum sem Fiskistofa hefur, á pappírunum, átt að hafa eftirlit með, en hefur ekki gert af pólitískum ástæðum. 


mbl.is Þúsundir öfgamanna sagðir vera í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband