Leita í fréttum mbl.is

Það er bara um tvo kosti að ræða fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Þó svo að rúmlega 50% þeirra sem svöruðu í skoðannakönnum Gallup, dagana 16.-27. október, hafi verið á því að Gjeir Haaarde hafi staðið sig vel, þá verður að taka með í reikninginn að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan könnunun var gerð. Það er mín tilfinning, að traust fólks á forsætirráðherranum Gjeir, og ríkisstjórn hans, hafi nánast hrapað fyrir björg síðustu tvær vikurnar. Það finnst varla sá sjáfstæðismaður lengur, sem nennir að bera blak af formanni sínum. Sama á við afstöðu sjálfstæðismanna til þjóðardýrlingsins Davíðs í Seðlabankanum.

Það er ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn er öllu trausti rúinn og ætti að segja sig orðalaust úr ríkisstjórn. Fólk vill ekki sjá þessi hrokafullu auðvalds- og spillingasamtök við völd lengur. Það eru ekki nema tveir kostir í stöðunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, úr því sem komið er: þ.e. að hrökklast sjálfviljugur frá, eða láta fólkið á götunni, almenning, hrekja sig frá kjötkötlunum með skömm. Það er bara um þetta tvennt að ræða. 


mbl.is Ríflega helmingur ánægður með Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband