Leita í fréttum mbl.is

Loksins er hin raunverulega bylting hafin

Mikið dáist ég að því fórnfúsa fólki sem umkringt hefur Alþingishúsið í allan dag. Það á heiður skilið. Um leið sakna ég þess að vera fjarri vettvangi og geta ekki tekið fullan þátt í þeirri byltingu sem nú er hafin.

Það er ljóst að dagar hins gjörspillta valds, sem fengið hefur að dafna ein og ofalið villidýr, er brátt taldir, sem betur fer. Krafan um kosningar strax, raunverulegt lýðræði og jöfnuð verður ekki stöðvuð, það eru aðeins steingelt þráhuggjufólk og heimskingjar, sem láta sér detta í hug að að hið ríkjandi vald, spillingaröflin, hafi sigur í því stríði sem nú er háð.

Þá er gleðilegt, að samfylkingarfólk virðist vera að rakna úr ríkisstjórnarrotinu. A.m.k. gladdist ég að heyra félaga Karl Matthíasson, þingmann Samfylkingarinnar, lýsa því yfir í sjónvarpsféttunum á RÚV, að í hjarta sínu stæði hann með fólkinu sem mótmælti við Alþingishúsið í dag og gaf jafnframt í skyn að hann styddi ekki ríkisstjórnina lengur.

Byltingin er hafin! - og hún mun sigra!!!


mbl.is Enn mótmælt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Byltingin er hafin ...loksins!

corvus corax, 20.1.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

El pueblo unido jamas sera vincido!

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband