Leita í fréttum mbl.is

Leiðinlegir menn og atbuðarík guðsþjónusta í gær

séraÆj, ég held það sé sama hvað Bjarni Ben, Mörður og Björn Valur mala og gala um gjaldmiðla, ESB og gengishrum; þeir eru allir sem einn jafn leiðinlegir og erfðasyndin, sem talin er með því al-leiðinlegasta sem fram hefur komið í gjörvallri mannkynssögunni. Best væri fyrir land og þjóð að heyra aldrei á þess menn minnst, sem og þeirra hræðilegu félaga.

Hinsvegar fóru frú Ingveldur og eiginmaður hennar, Kolbeinn Kolbeinsson, til guðsþjónustu í gær og gengu til altaris. En presturinn sem söng messuna hafði vaðið fyrir neðan sig þegar kom að því færa kaleikinn með messuvíninu að vörum þeira hjóna og harðneitaði að veita þeim áfengi á þeirri forsendu að það væri svo stæk brennivínslykt af þeim fyrir, þau hlytu að vera svo blindfull að ekki væri á skömm bætandi. Þá ætlaði Kolbeinn, þar sem hann kraup guðsríkilegur í andlitinu við gráturnar, að hrifsa kaleikinn af klerki. En klerkur varð fyrri til og ýtti við Kolbeini með fætinum svo hann valt afturfyrir sig niður þrepin og staðnæmdist á hvolfi við fæturnar á fólkinu á fremsta bekk. Þá reis frú Ingveldur uppá afturlappirnar og ætlaði að hremma prestinn, en í þeim svifum kom meðhjálparinn, víðfrægt ruddamenni, aftanað frú Ingveldi, greip hana heljartökum og afgreiddi hana útúr kirkjunni með feykiöflugu sparki í afturendann. Að svo búnu veitti hann Kolbeini samskonar meðferð.

Í morgun hringdi Kolbeinn Kolbeinsson í hinn smámunasama prest og gerði honum kunnugt að ef hann bæði þau hjónin ekki fyrirgefningar á opinberum vettvangi fyrir að hafa smánað þau og beitt þau guðlasti, myndi hann, Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri, gera sér hægt um vik og sprengja musteri sóknarprestsins í loft upp eins og hvern annan fjóshaug. Ennfremur, að það væri ætlan frú Ingveldar, að láta maddömu prestsins falla fyrir vissri freistingu sem bragð væri að ef presturinn léti sér ekki segjast.

Í kvöldfréttum ríkisútvarpsins baðst svo umræddur prestur hin margrómuðu heiðurshjón innilegar fyrirgefningar á framkomu kirkjunnar við þau í messunni í gær. Og er málið þar með úr sögunni og fær guðshúsið þar af leiðandi að standa ósprengt enn um sinn. 


mbl.is Vilja ekki ræða efnahagsvanda evruríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband