Leita í fréttum mbl.is

Afmælisdrápa

Frú Ingveldur hefir nú orkt afmælisdrápu til heiðurs aldavinkonu sinni og samherja og er það nú birt hér, eða öllu heldur frumflutt, með leyfi höfundar:

Sjötug orðin Sathans drósin,
svínsleg á litinn, einnig ið neðra.
Glímdi hún stundum við gelti í rúmi;
gaf hún þeim ádrátt af breimandi losta.
Sveik hún að vonum seggi alla;
þeir sárlega grétu í einsemd á eftir;
Fjandinn þá eigi, sá ferlegi draugur,
frísi þá niður und réttarsteini.

Sjötug nú kérlíng sullast í mori
sveitt upp í hársrætur illum af gjörðum.
Skakklappast heima skjátan sú arna,
skríður um gólf með buxur um kálfa.
En á eldhrauni uppi hvar Andskotinn ríkir
átti hún sé bæli með illum nárum.
Vond er þar lyktin, verri eru ráðin,
verstur samt Handreður í geldingsbríma.

Kolbeinar nokkrir, klámfengnir ruddar,
kynntu upp þarminn að skjátunni þeirri.
Gjörðist  hún fræg meðal gríðardólga,
er gatið þöndu prikum hörðum.
Gjörist nú aldin og grenjar árin,
sem geystust framhjá í yxnisblossa.
Lofar samt ætið lostann og hórinn
og líkamsins vessa er óðum nú þorna.

Því miður er ekki með nokkru móti hægt birta fjórða erindið í afmælisdrápunni, því það er svo óprenthæft að varðar við lög og stjórnarskrá að láta það birtast nokkurs staðar opinberlega þar sem það kanna að bera fyrir augu fólks. Í kristnirétti er og áréttað, að orðnotkun sú er frú Ingveldur brúkar í fjórða erindinu sé guðlast af því tagi sem útheimtir líflát þess er það lætur sé um munn fara eða hefir um hönd. Þó er mun leyfilegt að sýna upphaf þess fjórða, en það hljóðar svo í allraheilagra nafni: ,,Murrar og kurrar í nára Borgargagnsins blíða".
ing2


mbl.is Vill hafa ungan ráðgjafa sér við hlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birkir Aðalsteinn Traustason

"" hafi sér við hlið unga RÁÐDGJAFA, fólk sem er í tengslum við samtíman og muni ráðleggja biskupi um framtíðina    WOW.... semsagt ekki fara eftir ORÐI GUÐS heldur einhverju fólki út í bæ......ekki hissa á þessum orðmælum biskups, enda Lútersk kirkja langt frá því að fylgja Orði Guðs

Birkir Aðalsteinn Traustason, 8.5.2024 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband